Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 124
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann Ikominn út í miðja á.
Hann reið liesti g’lófextnm.
rauðum, stórum og sterklegum.
Þótti mér sem hesturinn fríkkaði
jafnskjótt og hann kom út í vatn-
ið. Hann reisti makkann og varð
allur fjörlegri og svipmeiri. Nú
reið Stefán upp og niður ána í ein-
lægum krókastigum, ýmist með
straumnum eða móti. Snögglega
dýpkaði, þar var sandbleyta, en
svo grynkaði aftur og svona á
víxl. En í hvert skifti sem dýpk-
aði sneri liann Glófaxa í straum-
inn og hvítfyssaði þá um brjóst
honum og makka, en Stefán varð
votur upp um herðar. En eg
gleymi aldrei þeirri sjón hve hest-
urinn var tignarlegur þar sem
straumurinn sikall á honum og
hann reisti háls og makka á móti
og stóð fastur sem klettur. Bráð-
um komust þeir yfir um. Reið þá
Stefán til baka ofar nokkru og
aðra leið og fékk ána góða.
Nú reið hann á undan okkur
aftur yfir og við á eftir. Jón
fylgdarmaður teymdi hestana en
við fylgdum í lilé við þá. Yatnið
nam miðri síðu á hestunum. Alt
gekk vel nema minn hestur hras-
aði lítillega svo að eg varð stíg'-
vélafullur.
“Einhver beygur orkar því,
alt hvað vökna sokkar,
gegnum þóttann grisjar í
guðhræðsluna okkar. ’ ’
segir Jakob skáld Thorarensen í
hinu ágæta kvæði “ Jökulsá á Sól-
heimasandi.”
Nú riðum við nokkurn spöl þar
til við komum að næstu kvíslinni
talsvert ferlegri en þeirri fyrri.
Stefáni þótti hún óárennileg og
reið með okkur langan spöl niður
með henni þar til hún skiftist í
tvent. Þar reyndist vel fært yfir.
“Divide et impera,” skiftu og
stjórnaðu, sögðu Rómverjar. Það
heilræði kenna vatnamenriirnir
líka. í þriðju kvíslinni lá við að
yrði slys. Stefán hafði þá hnýtt
lausu liestana fjóra saman í eina
lest og tevmdi. En klárarnir
hö'fðu snögglega af kjánaskap og
klaufaskap snúist í hring utan um
hann svo hann var þar kominn
eins og inn í skjaldborg og alt stóð
fast. Hertu nú klárarnir að lion-
um svo hann og Gilófaxi fengu sig
hvergi hrært, en öll þvagan hring-
sólaðist niður með straumnum í
einum hnút. Lá þá við að sá
rembihnútur ætlaði að verða að
endahnút á æfi Stefáns og allra
kláranna. En Stefán sat rólegur,
fastur í sessi og fdlík með lagi los-
að úr flækjuimi, og komst heill á
land með alla klárana. En það
var þó engu síður Glófaxa að
þakka að ekki lilauzt slys af. —
Eg dáðist að þeim kostagrip. Þar
var Kópur endurborinn. Hestur-
inn hans Sveins Pálssonar, sem
Grímur Thomsen kvað um.
Eftir nokkra stund vorum við
komnir vfir allar kvíslarnar og
fórum af baki til að hella úr stíg-
vélunum og berja okkur, því okk-
ur var orðið kalt. Við stefndum
nú lieim að Svínafelli til gistingar
og rákum lausu hestana þar á
meðal Glófaxa, sem nú fékk að