Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 80
76 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉTAGS ÍSLENDINGA
1520 fjórtán erlendir biskupar10)
en einir fjórir Islendingar* 11).
En fþótt því verði eigi neitað, að
fundizt hafi meðal hinna erlendu
Skálholts'biskupa allnýtir menn,
svo sem Vilchin (biskup frá 1394-
1405), j)á er sízt fyrir 'það að
synja, að margir þeirra voru
mestu gallagripir, sem hugðu lítt
á annað en fjárafla sér 'og kirkj-
unni til handa. Litu sumir þess-
ara manna Island aldrei augum,
en tóku biskupsistólinn svo sem
hvert annað lén. Var naumast
að vænta uppbyggilegrar kirkju-
stjórnar af slíkum mönnum.
Það er hlutverk þessarar rit-
gerðar að rekja feril eins þessara
erlendu biskupa, manns, sem á sér
að sumu leyti tvímælalaust ein-
kenni-legastan embættisferil allra
þeirra manna, sem farið hafa með
biskupsvöld á Islandi, ekki sízt
vegna þess, að dauði hans er al-
veg sérstæður atburður í íslenzkri
kirkjusögu, og þótt víðar væri
10) J6n biskup Helgason telur biskupa
þessa 13 aS tölu, sbr. Kristnisaga íslands
I, bls. 223. En Dr. Guöbrandur Jónsson,
rithöfundur, sem er fróður mjög í þessum
efnum hefir góðfúslega bent mér á, að
talan 14 sé réttari. Vill hann bæta þarna
við Jóhannesi nokkurum Repelvolgh, sem
hann telur biskup yfir Hólabiskupsdæmi
frá 1411-1423. Ber Dr. G. J. hér fyrir sig
Hierarchia Catholica I.-III., Mynster 1898-
1910, I., bls. 289. Munu þeir Johs. Repel-
voigh og Jón Tófason, sem talinn er biskup
á Hólum frá 1411-1423, hingað til hafa ver
ið gerðir að einum og sama manni. að því
er Dr. G. J. telur. Hefir Jón Tófason, eftir
þessu, haldið Hólastól aðeins örskamma
hríð, að Pétri biskupi Nikulássyni (1391-
1411) látnum.—
11) Sbr. a. n. 1. Biskupatal á íslandi, Safn
t. s. ísl. I, bls. 1-6; Jón Helgason: Kristni-
saga Islands I, bls. 265.—
leitað. Maður þessi er Jón bisk-
up Gerreksson, sem gegndi 'kirkju-
stjórn um Skálholtbiskupsdæmi
frá 1430-1433.
II.
Jón Gerreksson á sér viðburða-
ríkari og sérkennilegri lífsferil,
áður en hann gerðist biskup. í
Skálholti en svo, að fram hjá verði
gengið í ritgerð þessari. Hafa
ýmsir höfundar vikið að þessu í
ritum sínum12). Verður hér eink-
um farið efitir ritgerð G. Djurk-
lous í Svensk historisk Tidskrift
frá 1894, þar sem ætla má að henni
sé treyistanda. Jón Gerreksson,
sem víða sézt getið í opinberum
gerningum undir latne'ska nafn-
inu Joliannes Jereohini, er talinn
kominn af tignum dönskum ætt-
um13). Var liann bróðursonur
Péturs Jónssonar (Peder Jonsen,
sumstaðar nefndur Jensen) bisk-
ups í Ilróarskeldu, sem Danir
kendu við ætt sína og kölluðu
Lodeliat, (d. 1416), en bróðir
Andrésar Gerrekssonar (Anders
Gerekesen), kanoka í Ifróarskeldu
(d. 1429)14). — Um uppvöxt Jóns
er lítt kunnugt, þó má geta þess,
12) Sjá um þetta efni m. a. Reuterdahl:
Svenska kyrkans historie TII, 2, bls. 7, o. s.
frv.; Keyser: Den norske Kirkes Historie
II, bls. 469 o. s. frv. — Síðast og fyllst hefir
ritað um þessi efni G. Djurklou: Jöns
Gereksson árkebiskop i Uppsala 1408-1421.
Kulturbild fran konung Eriks af Pommern
dagar, Historisk Tidskrift utg. af Svenska
Historiska Poreningen genom E. Hilde-
brand, Fjortande Árgangen, Stockholm 1894.
13) Hist. Tidskr., bls. 190.
14) Hist. Tidskr., bls. 190.