Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 132
128
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
arlaust til Noregs, tólru þau því
tilboSi Abrahamsens og gerðu
hann að fjárlialdsmanni mínum.
Nú lögðum við af stað snemma
í nóvember. Eg man að eg varð
/ 16 ára á leiðinni til Noregs, þann
Sjóveikur var eg alla leiðina
og kom aldrei upp á þiljur fyrri
en komið var undir Noreg.
Einn háseti á skipinu var ís-
lenzkui’, að nafni Skúli Torfason,
og þegar við komum til Mandal
tók hann mig lieim með sér til
ekkju, sem hét Gúrína Askelsen.
Annar íslendingur var þar líka til
húsa, Guðmundur Sveinsson að
xiafni. Þeim manni giftist ekkj-
an löngu seinna, og eg heimsótti
þau í Tacoma Wash. 1908.
Mandal er lítill en snotur bær.
Mér fanst hann stór, sá stærsti, er
eg liafði nokkurntíma séð. Og
‘ ‘ kotbörn líta undra augum álfhól
fyrst í stað.” Þar var margt ný-
stárlegt að sjá fyrir mig, og eg
eyddi tveim dögum í það að skoða
bæinn og dázt að skrautbúðunum
og brúnni, sem lá yfir ána í miðj-
um bænum.
Nú fór eg að grenslast eftir því
hvenær næsta farþegaskip færi til
Ameríku. Eg feomst brátt að því,
að engin farþegaskip fóru beina
leið til Ameríku frá Noregi um
þetta leyti árs. Eg þurfti því að
kaupa mér far til Englands fyrst
oig þaðan aftur til Ameríku. Nú
fór eg að ráðgast um þetta við f jár-
lialdsmann minn Abrahamsen. Þá
kom það upp úr kafinu, að það var
ebki nóg fé til þess að fara þessa
leið.
Eg vissi aldrei hve stór f járupp-
liæðin var, sem systir og Nikulás
fengu Abraliamsen í hendur. Ef-
laust liefir það verið nóg til þess
að komast beina leið til Ameríku,
eg' spurði ekki neitt um það og eg
hafði enga hugmynd um hvað
ferðin kostaði. Alt, sem eg hugs-
aði urn var að komast til Páls.
Nú straxxdaði eg þá þarna í
Noregi. Ekkert var lxægt að fá að
gera þarna í þessum litla bæ. Og
eg var iðjulaus allan þennan vet-
ur og fram í, að mig minnir, ágúst
eða september næsta ár. Þá réð-
ist eg á norskt skip, sem átti heima
x Draxnmen. Kaup var mjög lítið,
mig nxinnir 6 spesíur norskar um
mánuðinn eða 8i—12 ríkisdalir
danskir. Við fórum upp í Unger-
man ána í Svíþjóð að sækja trjá-
við, sem átti að fara til Lundúna.
Fyrsta morguninn, sem Svíarnir
komu, til þess að hlessa skipið tók
eg eftir því, að þeir tóku upp tó-
baksdósir úr vasa sínum og hélt
eg strax að nú ætluðu þeir að fara
að taka í nefið eins og íslendingar
heima á Fróni. En það var nú
ekki því líkt. Mér til mestu undr-
unar sá eg þó reka fiixgurnar nið-
ur í dósirnar og koma upp með
eins mikið af tóbaki og mögulega
gat þar tollað, opna varirnar og
smyrja tóbakinu yfir allan tann-
garðiixn frá munnviki til munn-
vikis og loka síðan vöninum. Eg
hafði aldrei séð neftóbak brúkað
svona, og fór að spyrja félaga
mína Norðmenn uxn þetta. Þeir
kölluðu þetta “Mullbænken.”
Nú sigldum við á stað til Lund-