Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 67
í VÖKU OG SVEFNI
63
er alvarlegt og útheimtir alvar-
lega umhugsun.”
“Fyrirgefðu mér þá, vinur
minn, að eg get ekki svarað spurn-
ingum þínum í þetta sinn. Þu
verður að bíða ögn lengur. ”
“Anna móðursystir mín er ný-
flutt til borgarinnar og býr nú að
Victor stræti. Þar sem þau
Gunnar og frænka eru nú svo
nærri geri eg ráð fyrir að fram-
vegis verði leiðin milli Gundar-
kots og þeirra heimilis fjölfarnari
en áður var. Eg býst við að
bregða. mér upp eftir á laugardag-
inn kemur. Máske' við sjáumst
þar um helgina.”
‘Þín einlæg vinkona meðan heitir’
“Rúna.”
A laugardagskvöldið gat hann
máske fengið að sjá liana, og tala
við hana! Og nú var miðviku-
dagskvöld. Bara tveir dagar til
laugardagsins!
Þó ekki hefði liann fengið svar
upp á spurningar sínar, gekk
hann nú til svefns glaðværri og
rólegri, en nokkru sinni síðan
hann kom í lierbúðirnar.
----Kukkan var á slaginu sjö
á laugardagskvöldið þegar Jón
gekk heim að — Victor stræti og
hringdi dyrabjöllunni. Roskin
kona kom til dyra og svo lík Sig-
urbjörgu í Grundarkoti, en eldri
nokkru og liæruskotnari, að ekki
leyndi sér að þar var Anna liús-
freyja. Jón spurði eftir Rúnu og
frétti að hún var þar. Sagði liann
þá hver hann var og æskti eftir
leyfi til að tala við hana fáein orð.
Anna sagði það sjálfsagt og vís-
aði honum til stofu, en gekk sjálf
lengra inn eftir húsinu.
Rúna sat í stofunni og var að
tala við aldraðan mann og nær
hvítan fyrir hærum og stóðu bæði
upp jafn snemma til að heilsa
gestinum, en í þeirri svipan kall-
aði Anna og bað Gunnar sinn að
bregða sér í flýti í búð niður á
Sargent, og gekk hann út undir
eins þegar hann hafði lieilsað
komumanni.
Jón og Rúna stóðu í sömu spor-
um og héldust í hendur, eða rétt-
ara sagt, hann liafði ekki látið
lausa hönd hennar eins fljótt og
venjulegt er. En hvorugt þeirra
kom upp orði fyrr en Jón slepti
hendi hennar og sagði hlæjandi,
að þeim gengi máské betur að
segja eittlivað ef þau settust nið-
ur, og það reyndist rétt,
í augum Jóns liafði Rúna aldrei
verið jafn aðdáanlega fögur eins
og hún var nú. Þegar hann hafði
séð hana seinast var hún náföl og
niðurdregin. Nú voru vangar
hennar rjóðari en hann mintist að
hafa séð þá áður. Töfrandi bros
lék nú um varirnar og í stillilegu,
bláu augunum hennar glóði nú
æskufjör og gleði. Svipur þeirra
sýndi að bæði fögnuðu yfir því, að
fundum þeirra liafði borið saman.
Ef þau höfðu ekki skilið það áður-
skildist þeim það nú til fulls, hvað
gott þeim var að vera saman.
Kvöldið leið fljótt, miklu fljót-
ar en Jón liefði viljað. Ljós voru
slokldn í herbúðunum klukkan tíu
og þangað þurfti hann að vera
kominn áður en lúðurinn gall.