Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 98
Ævarrskarð.
Eftir Erlend Guðbrandsson frá Mörk.
Það var af hendingu að eg rakst
á “Árbók liins íslenzka Fornleifa-
félags” fyrir árið 1923, þar sem
þeir deila um bæjarnöfnin Dr.
Finnur Jónsson í K.höfn og lands-
skjalavörður Hannes Þorsteins-
son í R.vík. Ástæðan, sem dró
mig til að lesa bæjarnafna skýr-
ingarnar, var eldíi sú að þeir
lærðu menn stóðu á öndverðum
meið í sumum skýringunum, held-
ur lofsverð viðleitni þeirra á því
að ieiðrétta villur þær og latmæli
er skilningsleysi fólks eður hugs-
unarleysi hefur skapað um aldirn-
ar síðan bæjarheitin urðu til.
Einkum þar það eitt bæjarheiti
og skýring þes ,er vakti eftirtekt
mína; það var bæjarnafnið Litla-
Vatnsskarð í Engihlíðarhreppi í
Húnavatnssýslu.1) Getur sikjala-
vörðurinn sér til að þar sé land-
námsjörðin ÆVarrskarð. Hann
gerir svo grein fyrir hvernig hann
álíti að nafnið á löngum tíma hafi
smá breyzt svo, að úr Ævarr-
skarði sé nú orðið Vatnsskarð.
Samt slær hann þessu ekki föstu
l)Prjú bæjarnöfn úr Vindhælishreppi bjósí
eg við að sjá lagfærð annað hvort t jarða-
matsbókinni nýju eður þessum bæjarskýr-
ingum, en hvorutveggja brást, það voru
bæjaheitin Ásbúðir, Mánavík og Mánaskál,
í hreppsbókum Vlndhælishrepps, sem
byrja um 1793 og fram til 1830 stendur
Mávabúðir, Mánavík og Mánaskáli og þykir
mér lfkindi til að þau séu réttari. Mána-
þúfa er og örnefni á Skaga og hefur svo
haldist frá ómunatlö.
og álítur að fyrst beri að rann-
saka þetta enn ítarlegar (t. d. um
landnám ÆVarrs, staðhætti o. fl.)
1 árbók Fornleifafélagsins 1924
bls. 32—33 kemur þetta umtalsefni
fyrir aftur í ritgerð skjalavarð-
arins til Dr. Finns og kemst hann
þar að sömu niðurstöðu og áður,
er hann byggir á sögum kunnugra
manna um landnám Æ'varrs; en
að síðustu, og að því er honum
skilst til endilegrar áréttingar að
ÆVarrskarð gamla sé það sama
og nú er kallað Vatnsskarð, tjáir
hann sig hafa fundið handrit í
Landsbókasafninu með örnefna-
skýringar úr Húnavatnssýslu rit-
aðar um 1871 af Jóhannesi Guð-
mundssyni á Gunnsteinsstöðum.
Hann segir Jóliannes geti þess að
ýmsir hafi verið að brjóta heilann
um hvar ÆVarrskarð hið forna
liafi verið, og segir að flestir hafi
hallast að Litla-Vatnsskarði, og
færir til sem sönnun þess, að sá
bær hafi verið fluttur, vegna þess
að liinn gamli liafi farið af fyrir
skriðufalli—“en þar sem gamli
bólstaðurinn liafi verið, heiti enn
í dag þ. e. 1871 Evarrstóptir.”
Þetta þykir skjalaverðinum merki-
leg upplýsing, og kveðst ekki síðan
vera í minsta efa að þar liafi ver-
ið bústaður ÆVarrs, og hvergi
annarstaðar, og segir ]>að skifti
engu máli hvort þetta Evarrstópt-