Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 103
ÆVARRSKARÐ
99
liálsinum, og' gátu þá verið mikil
engjalönd að austan verðu í daln-
um, svo sem enn sjást glögg merki
til.
Ævarr gefur Yéfröði syni sín-
um mest land. Hann var mikill
fyrir sér, og átti að verða sveitar-
höfðingi að föður sínum látnum.
Móbergsland hygg eg liafi ráðið
að norðan, Hvammsskarð meðan
það entist, og þaðan austur í Lax-
á um Sauðadal eður Haugsskarð.
Að sunnan hafa ráðið hrónir á
Strjúgsskarði að norðan og í Lax-
á um næsta gil fyrir norðan
Strjúgssel. Auk þess held eg
Ævarr hafi gefið honumk sérstakt
selland þar sem nú er Litla-Yatns-
skarð og Móbergssel, en selstöðin
hafi með fyrstu verið þar, sem nú
er Vatnsskarð, eður á Selgils-
gnmdinni. Seinna, löngu, hafi
svo þessu landi verið skift. Vatns-
skarð gert að sérstöku býii, en
selstöðin færð norður í skarðið
þangað sem Móbergssel er nú.
Þetta er þó aðeins getgáta.
Strjúgur hefur átt það land er
honum fylgir enn í dag,—að með-
töldu sellandinu—Strjúgsskarð að
norðan og ofan í Laxá. Stendur
Strjúgssel að norðan verðu í
Skarðsmynninu Laxárdals meginn.
Gunnsteinn hefir átt skarðið að
sunnan og austur í Langholt hjá
Kattaraugunum, og fram að
Seljadal hinum ytri, þar hefir
Gunnsteinstaðasel staðið til forna.
á Seljadalsgrundinni. Karlastað-
ir, Milklastaðir og Auðólfsstaðir
hafa átt land frá ytri Seljadalnum
og fram að landi Gauts. Sel þeirra
bæja hafa staðið á Seljadals-
grundinni, rétt við landamerkin
gegnt Gunnsteinsstaðaseli. Hefir
þá lækurinn runnið milli seljanna,
en nú fyrir löngu liefir hann þó
fært sig þaðan, en uppsprettulind
er þar enn í farvegnum, er hefði
getað byrgt bæði selin, ef lækur-
inn var kominn úr þeim farvegi.
Svo sem mörgum er kunnugt,
rennur Svartá eftir Svartárdal;
endar dalurinn við Hlíðará, sem
fellur þar í Svartá, Um þau ár-
mót breytir Svartá stefnu isinni
og rennur eftir það í vestur, þar
til hún fellur í Blöndu, heitir þá
Langidalur norður frá ármótun-
um, en suður frá þeim heitir
Blöndudalur. Til hvaða sveitar
telst þá Bólstaðarhlíð! Mundi
kunnugur maður skrifa utan á
bréf t. d. svona: Bólstaðarlilíð í
Svartárdal? eða Bólstaðarhlíð í
Langadal 1 Hvorugt. Heldur Ból-
staðarhlíð í Húnavatnssýslu,
Sannleikurinn er sá, að enginn
getur ákveðið landshlutann frá
Hlíðará og ofan að Blöndu til
annarshvors dalsins vegna af-
stöðu sinnar. Það er Bólstaðar-
hlíðarland.
Sé maður staddur við ármótin
Blöndu og Svartár og laorfi upp
með Svartá til Botnastaða, er
ljúfast að skoða þetta landslag
sem Skarð, með því þá er lokað.
sýn til Svartárdalsins vegna
króksins á Svartá.
Eg yfirgaf Ævarr út við Auð-
ólfsstaðaskarð. Iiafði hann þá
sfkipað mönnum sínum land utan
frá landnámi Iiolta, en ætlaði