Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 142
138
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hnekti 'starfi þess. HaustiS, sem einnig er
uppskerutíS félagsmálanna, brást oss aS
mestu. Vetur gekk snemma í garö með
fádæma örSugleika. Þorri manna gat
einungis sint brýnustu nauðsynjastörfum.
Útbreiðslumál vor og önnur þjóöræknis-
störf, biSu stórtjón. Undir þeim kring-
umstæfSutni taldi eg ekki ráSlegt, að leggja
út í útbreiðslu-leiSangur, sem þó var á-
form félagsstjórnar, og hún haföi faliö
mér.
Heiöursfélagi vor, skáldiö Stephan G.
Stephansson, sá maðurinn í hóp Vestur-
ííslendinga, er í síöari tíð hefir getið sér
einna mest frægðarorð, hefir, þ'ví miður,
verið til muna heilsubilaður i ár. Fram-
an af sumri dvaldi hann hér eystra með-
fram í von um heilsubót. Þ'eir, er sáu
hann, vonuðu, að andi skáldsins 'hefði
unnið bug á hrörnun holdsins. Meðan
hann dvaldist hér eystra, var honum
fagnað eftir föngum. — í samkvæmi, er
skáldinu var haldið í Winnipeg 4. ágúst
síðastliðinn, tók ÞjóðræknisfélagiS aðal-
þáttinn. En til þess fundu formenn þess,
og vafalaust þorri íslendinga, aS seint
verði metinn aS verSIeikum sá skerfur,
■sem Stephan G. Stephansson liefir lagt til
þj óöræknismála vor íslendinga, né full-
þakkaSur sá vegsauki, sem hann er og
verSur þjóðarbrotinu íslenzka hér vestra.
Um miðsumar sneri hann heimleiSis.
En fyrir jólin bárust þær fregnir, að
sjúknaSur hans hefði ágerst, og hvílir sá
skuggi ytfir honum, ástvinum hans og öll-
um ljóðel'skum, þjó&ræknum íslendingum,
er fágætt fornaldarlegt atgerfi og anda-
gift meta.
Bkki tel eg rétt aS enda þessi ummæli
án 'þess viSau'ka, í fullu trausti aS það
fremur gleSji en hryggi hiS vitra skáld
og vandamenn hans ,aö (koma hans á
þessar stöðvar og samneyti hans viS
menn, miSaði mjög til samúðar og
aúkins skilnings.
Eg er einnig að vona, aS viö þaS ,sé
kannast af ýmsum, aS ÞjóSræknisfélagiS
hafi, fremur ööru í félagslífi voru, bætt
hiö andlega nágrenni íslendinga í vestur-
vegi.
Annar góSur gestur og annaS skáld
Vestur-íslendinga, frú Jakobína John-
,son, heimsótti í haust er leiS, hinar fjöl-
mennari bygðir íslendinga austan fjalla.
Var skáldkonunni hvarvetna vel fagnaS.
LjóS hennar reyndust ljúf, heilnæm og
vinsæl. Skáldkonan er lifandi, órækur
vottur þess, hvernig íslenzkur arfur og
íslenzkt þjóSerni lifir og dafnar í ensku
andrúmslofti og umhverfi. Jafnvel þeir,
“er fljóta sofandi aS feigSarósi,”" hvaS
íslenzka þjóðrækni áhrærir, ætti aS
rumskast svo, aS þeir komi auga á það
tap, ef slíkur arfur íslenzkrar tungu og
íslenzks eölis glatast, sökum ræktarleysis
viS móöurmáliS og menning þess. í
rauninni er hér réttlæting fyrir ViSIeitni
þjóðraöknismanna, er örSugt mun aS and-
mæla.
Eg sótti þjóðhátíS NorSmanna, er þeir
héldu í Camrose, Alberta, 3.—6. júlí, sem
fulltrúi Þjóöræknisfélagsins. Buðu NorS-
menn félagi voru aS -senda erindreka. Um
iför þá er stuttlega getiS í Tímariti félags-
ins ,sem er aS koma út. Sömuleiöis er
þar prentuö þýðing af erindi er eg flutti
í Camrose. — Rangt væri að ganga fram
hjá því þegjandi, hvílíkur vitnisburöur
um þjóSrækni NorSmanna slíkar þjóö-
hátíSir eru. Þó hafa Norðmenn dvalið
ihér tvöfalt lengur en vér.
Auk þessarar sendifarar, hefi eg á
þessu ári talaö um íslenzk þjóðræknismál
í Winnipeg, aö Lundar, Winnipegosis,
Árborg, Churchbridge, Glenboro og
Leslie og raunar hvar sem eg hefi ávarp-
aS landa mína. Eigi hafa þó þjóöræknis-
deildir, að Leslie-mönnum einum undan-
þegnum, gengist fyrir þeim heimsóknum,
og aöalfélagiS hefir engu til þeirra kost-
að.
Einn embættismaður félagsins, Páll
Bjarnarson, fjármálaritari, fluttist í þá
fjarlægð, aö varamaöur hans, Klemens
Jónasson, tðk viS störfum hans á miðju
sumri. Við brottför Páls Bjarnarsonar
á félag vort á bak að sjá fróðum og þjóS-
ræknum starfsmanni.
Söngstarf Brynjólfs Þorlákssonar fer
sívaxandi. Nálega allar bygðir íslend-
inga æskja þess í síSari tíö, aö fá hann til