Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 85
JÓN BISKUP GERREKSSiON
81
'þó eigi bilt við verða, fékk sér enn
á ný páfabréf þess efnis, að hjú-
skap þeirra Gottskálks og Helleku
skyldi lokið og' þau skilja samvist-
ir. Var úrskurður þessi lesinn
upp af prédikunarstóli í Stokk-
liólmi af presti þeim, sem áður
bafði þverskallazt við að gefa þau
Helleku og Giottskálk saman. En
Jón Gerreksson brá við, sendi að-
stoðarmann sinn á vettvang og
lót hann lesa upp annan boðskap
af sama prédikunarstóli þess efn-
is, að páfabréfið væri falsað og
því marklaust. Tók hann þaiT
hjónaleysi til sín í fullkomna
vernd og vígði þau í hjónaband
með mikilli viðhöfn, þrátt fyrir
bann páfa21).
Nú þóttist Jón Gerreksson einn-
ig verða að ná sér niðri á presti
þeim, sem ekki liafði viljað gifta
þau Helleku og Gottskálk og einn-
ig hafði gerzt svo djarfur, að lesa
upp af prédikunarstóli páfabann
gegn hjúskap þeirra. Fór hann
því síðla dags í apríl 1417 með
hóp vopnaðra manna að presti,
lét taka hann höndum undir borð-
um, veita honum áverka og draga
síðan sem lirakalegast eftir göt-
um bæjarins. Fengu menn ekk-
ert að gert, fyr en málleysingi
einn gerðist svo djarfur að ryðj-
ast inn í mannþröngina og hrífa
prest, sem var kominn nær dauða
en lífi, úr klóm erkibiskupssveina,
Af öllu þessu óx eigi lítið óvild
manna gegn erkibiskupi.
Ludbei’t hafði jafnan verið að
klifa á málum sínum og loks lilot-
ið þann dómsúrskurð, að honum
væri heimilt að ganga að eiga
Helleku. Krafðist 'hann því enn
konunnar af erkibiskupi, en fékk
þau ein svör, að hann mundi eigi
víkja frá hinum fyrra úrskurði
sínum, hvað sem páfi segði, þó
svo það kostaði líf sitt, æru og
bæði eignir sínar, kirkjunnar og
allra vina sinna. >Sá Ludbert sér
þá eigi annað fært en að skjóta
máli sínu til Eiríks konungs, og
þann kost tók hann.
Þrátt fyrir a'lla þá hylli, sem tal-
ið er að Jón Gerreksson liafi not-
ið hjá Eiríki konungi af Pommern,
var nú auðsýnt að draga mundi
til sundurþykkis með konungi og
erkibiskupi. Til þess bar margt:
Vanræksla erkibiskups í embættis-
færslu, kæruleysi á ýmsum svið-
um, óhóflegTir fjárdráttur til eig-
in þarfa og ekki sízt það, að bisk-
up liafði dregið að sér óaldar-
flokk, er hann hafði í þjónustu
sinni, til þess að framkvæma rán
og ýmis ofbeldisverk. Mun kon-
ungi hafa verið það ljóst, að nauð-
syn bæri til að liefta ofstopa og
gerræði erkibiskups, en sömuleið-
is gat Jóni Gerrekssyni ekki dul-
ist það, að hér þurft'i skjótra að-
gerða við, ef þetta framferði hans
ætti ekki að ríða honum að fullu.
Mun lionum eigi hafa þótt vænlegt
að brjóta af sér hylli fornvinar
síns, Eiríks konungs, og því hugði
hann á ný ráð.
Vorið 1419 bjóst Jón Gerreks-
son til langferðar. Ekki var mönn-
um ljóst, hvert lialdið skvldi, því
21)Hist. Tidskr., bls. 201.