Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 155
ÁTTUNDA ÁRSÞING
151
fram', sem afleiðing 'þeirra, breytingartil-
laga viö breytingartillögu, frá J. J. Bíld-
fell, er séra Ragnar E- Kvaran studdi, er
isvo hljóðar: aö í staö 4. liös komi:
“Þingiö tekur meö þakklæti tilboði, vel-
þektra Winnipeg íslendinga, um aö taka
aö sér aö sjá um aö Br. Þorláksson sé
ráðinn, til þess aö kenna íslenzkum ung-
mennum í Winnipeg söng á komandi
'hausti.” Var breytingartill. við breyting-
artill. samþykt með 24 atkvæðum gegn
14. — Var liöurinn síöan samþyktur,
meö þessari breytingu áoröinni.
5. liöur. Um hann urðu töluveröar
umræöur, sem voru óútkljáöar kl. 6 síö-
degis. Var því samþykt tillaga, um að
fresta fundi til kl. 10. f. h. næsta dag.
Að kvöldi sama dags, miðvikudagsins,
var haldin sam'boma, íslendinga-mót í
Goodtemplarahúsinu að tilhlutun þjóö-
ræknisdeildarinnar “Frón.” Var þar löng
og ágæt s'kenltiskrá. Eorseti deildarinn-
ar hr. Hjálmar Gíslason, setti samkomuna,
og bauð menn velkomna, og baö menn
standa á fætur og syngja “Eldgamla Isa-
fold.” Aö því búnu flutti hann erindi.
Mrs. H. Helgason lék á píanó; séra Al-
'bert E. Kristjánsson flutti erindi um ís-
lenzkar dygðir; Þörsteinn Þ. Þorsteins-
son las frumort kvæði, nýtt; Mr. Sigfús
Halldórs frá Höfnum söng, en ungfrú
Bergþóra Johnson lék meö á píanó; séra
Ragnar E. Kvaran las upp; Mrs. Tón
Stefánssori isöng nýtt lag eftir Jón Friö-
finnsson, er hann haföi tileinkað söng-
konunni, en Mrs. B. H. Olson lék með á
píanó; hr. E. P. Jónsson las kvæði eftir
Hannes Hafstein, og annað frumsamið;
hr. Árni Stefánsson söng, en hr. Ragnar
H. Ragnar lék með á píanó, var þá lokið
skemtiskránni, en forseti bað fólk rísa úr
sætum og svngja þjóösöng Canada: “O,
Canada.” Dr. Sig. Júl. Jóhlannesson er
flytja skyldi erindiö gat ekiki komið sök-
um anna. Að lokinni skemtiskránni bað
'forseti menn að ganga niður i fundarsal
hússins, og setjast að veitingum, var svo
mikill mannfjöldi að þrísetja varð við
veizluborðin. Munu þar hafa verið sam-
ankomin um 500 manns.
Þá er borð voru upptekin gengu menn
aftur upp í þingsalinn og stigu þar danz
til kl. rúmlega 1 eftir miðnætti.
Fundur var settur aftur á fimtudaginn
24. febr. kl. 10. f. h., — las ritari fundar-
gjörð annars þingdags og var hún sam-
þykt sem lesin.
Þá lá fyrir 5. liður, íslenzku- og söng-
kenslu nefndarálits. Spunnust um hann
nokkrar umræður, en að lokum lögðu þeir
B. B. Olson og H. S- Bardal, rökstudda
dagsskrá, er svo hljóðaði: “í fullu trausti
um að stjórnarnefndin sjái um að þetta
mál verði meðhöndlað á komandi ári, á
þann hátt, sem félaginu verður fyrir
ibeztu, tekur þingið fyrir næsta mál á
dagsskrá.”
Var dagsskrá þessi borin undir atkvæði,
og samþykt með 21 atkvæði gegn 3.
Þá las forseti skýrslu milliþinganefnd-
ar þeirrar, er skipuð var í fyrra til þess
að hafa með höndum byggingamál Þ/ocT-
ræknisfélagsins, og hér með fylgir:
Skýrsla nefndarinnar, er skipuð var í
'byggingamál Þjóðræknisfélagsins, á síð-
asta þingi 24. febr. 1926.
Nefnd þessi, er skipuð var á síðasta
þingi leyfir sér að skýra frá því, að engar
framkvæmdir hefir hún haft í þessu máli,
á síðastliðnu ári. Fé hafði hún ekkert
með höndum, því þótt leyfi fengi hún hjá
þinginu, að nota leyfar Ingólfssjóðsins,
þá veittist henni það umjboð of seint, ekki
fyr en í júlí-mánuði—til þess að henni
þætti ráðlegt að festa kaup á bæjarlóð,
fyrir tilvonandi félagsheimili. en á því
var sjálfsagt að byria. Mæla vill hún
þó með því, að félagið vindi að því sem
bráöastan bug. að festa sér grunn fyrir
þetta fyrirhugaða heimili, á meðan verð
á bæjarlóðum stígur ekki upp úr þvi sem
nú er.
23. febr. 1927.
Arni Eggertsson. R'ógnv. Pétursson,
Fr. Kristjánsson.
Var samþykt tillaga frá Bjarna Magn-
ússyni. er B. B. Olson studdi, þess efnis
að fela máliö milliþinganefnd, skvldu
sömu menn skipa nefndina og siðastliðið
ár.
Þá las forseti yfirlýsingu þá um söng-
kenslustarf Brvnjólfs Þorlákssonar, er