Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 56
*
I vöku og svefni,
Eftir E. J. V.
AkASTY7
Það var liðið á daginn, glóbjart-
an og fagran að sjá en kaldan að
reyna, þegar hár og þreklegnr
göngumaður nam staðar um
augnablik þar sem þjóðvegurinn
liggnir yfir norðurbæjarlínuna á
Gimli. Febrúarsólin var farin að
síga niður á milli trjátoppanna í
vestri og óð þar í skýjaslæðum,
þunnum að vísu og liægfara í logn-
inu, en nógu þéttum þó til þess að
varpa af sér venjulegum grá-
myglulit og íklæðast eldlitum
skikkjum með logagyltum jöðrum
og kögri. Fram undan og til
vinstri handar var víkin og vatns-
breiðan, ládauð og þögul undir
fargi af ís og snjó. Björt var liún
o/g tilkomumikil íþe.ssi mjallhvíta
auðn, en kuldaleg var hún. En í
þetta sinn var eins og þunn lýsi-
gullsslykja legðist á snjóinn og
gæfi honum lilýlegri blæ. Og í
sömu svipan hjúpuðu sól og ský
skógar-toppinn fremst á Víðir-
tanganum í dýrðarlit kvöldroðans.
En varanleg var hún ekki, sú dýrð-
lega sýn. Hún ýmist hvarf eða
breyttist áður en af yrði litið.
Göngumaðurinn athugaði mynd-
ina, á landi og í lofti með ná-
kvæmri eftirtekt, alla drætti, allar
litbreytingar, eins og vildi hann
festa enda smæstu drættina í
minni sér. Þrisvar sinnum leit
hann á kvöldroðafegurðina í
vestri, greip svo upp tösku sína
og gekk hvatlega suður um bæinn
og inn á gestgjafahúsið, og þar
ritaði hann nafn sitt og heimili í
gesta-bókina: “Jón Konráðsson
frá Aspavöllum, Gimli, Mani-
toba.”
Morg'uninn eftir fór hann með
járnbrautarlestinni til Winnipeg,
og litlu eftir hádegi var liann bú-
inn að ráða sig til utanríkis-þjón-
ustu í fótgöng'uliðs-deild Canada-
hersins.
Það var ekki fyr en eftir
tveggja eða þriggja daga vist í
herbúðum og eftir að hafa fengið
ofurlitla liugmynd um hvað her-
æfingar þýða, að hann komst í þá
ró að samstæð hugsun væri hon-
um möguleg. 0g það er ekki neitt
undarlegt þó hann um stund væri
undir áhrifum margvíslegra og
tilfinnanlegra. geðshræringa. Fyr-
ir fjórum árum hefði enginn trú-
að því og hann sjálfur sízt, að
jafn ægileg byrði yrði lögð á herð-
ar hans, eins og reynd varð á, eng-
inn trúað því, að hann ótilkvadd-
ur og með augu og eyru opin hefði
gengið út úr heimi frelsis og sjálf-
ræðis og inn í frelsislausan hern-
aðarheim, þar sem fyrsta lær-
dómsgreinin, og helzt sú seinasta
líka, var fólgin í því, að afsala sér
öllum rétti til þess að hugsa, tala
eða breyta öðruvísi en herreglur
skipa og heræfingastjóri heimtar-