Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 50
Endurminning um Stephan G. Stephansson,
Eftir J. Magnús Bjarnason.
Eg' man það g’lögt, rétt eins og
það liefði skeð í gær, er eg sá
skáldið Steplian Gr. Stepliansson í
fyrsta sinn. Það var að kvöldi
hins 6. nóvembermánaðar 1908.
Eg átti þá heima í íslenzku ný-
lendunni, sem á þeim árum var
kölluð Marshland-bygð (eða Big
Grass). Það haust var Stephan
að ferðast um ýmsar bygðir ís-
lendinga, bœði hér í Canada og í
Bandaríkjunum, og las upp kvæða-
flokka eftir sig. Og þetta áminsta
kvöld (þann 6. nóv.) las hann upp
þessi kvæði sín í samkomuhúsinu
á Big- Point. Eggert Jóhannsson,
vinur hans, var með lionum í
þetta skiftið, og ætluðu þeir að ná
til Marshland-bygðar þá nm nótt-
ina og gista hjá mér. Eg lilákk-
aði mikið til komu þeirra og ætl-
aði endilega að vaka um kvöldið,
þangað til að þeir kæmu.
Þegar á kvöldið leið, bjó eg um
mig á legubekk, en einsetti mér þó
að sofna ekki. Eg fór að rifja
upp í huganum ýmislegt, sem eg
hafði lesið eftir Stephan; og eins
fór eg að gjöra mér í hugarlund,
livernig liann væri útlits, eftir
mynd þeirri að dæma, sem eg hafði
séð af honum. Eg mundi það, að
eg hafði séð mynd af honum í
“Öldinni” (sem kom út með
‘ ‘ Heimskringlu ” hér fyr á árum),
og liafði mér jafnan virzt sú
mynd benda á það, að Stephan
væri mjög’fornmannlegur ásýnd-
um og sérlega norrænn í skapi.—-
Fyrst, þegar eg hafði heyrt lians
getið, var hann nefndur Stefán
Guðmundsson, og var sagður áð
vera mikill g’áfumaður og' efni í
gott sbáld. En kvæði hans höfðu
þó ekki vakið verulega eftirtekt
mína, fyr en þau fóru að birtast í
“Öldinni”.— Ilaustið 1897 fékk
eg fyrsta bréfið frá honum, og
liefi eg geymt það (og öll önnur
bréf, sem hann skrifaði mér) eins
og lielgan dóm. Mér höfðu æfin-
lega þótt bréf hans vinsamleg,
skemtileg og stórmerkileg. Og' þó
mér þætti kvæðin hans frumleg,
kraftmikil og skáldjgg, ]>á fanst
mér samt bréfin han.s og annað,
sem hann liafði ritað í óbundnu
máli, vera enn þá hugðnæmara og
ljúfara fyrir skilning minn. Eg
man, livað eg var hrifinn af köfl-
um þeim, sem hann skrifaði í
“ Heimskringlu, ” hér á árunum,
og nefndi “Ar. ” Yfir þeim köfl-
um er sérkennilegur snildarblær,
sem bendii’ á það, að liefði Stepli-
an ritað eingöng’u í óbundnu
máli, þá hefði honum verið vísað
til sætis á hinum æðsta bekk i
musteri heimsbókmentanna, og
jafnvel þeir Thackeray og Hugo
hefðu setið þar skör lægra; og þar
að auki hefði allur hinn mentaði
heimur getað lesið ritverk Steph-
ans, af því að Iiægara hefði