Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 78
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
andast liér á landi og' verið graf-
inn í Skálholti51). Ekki virðist
Ari fróði geta þessa manns6). En
þess má geta, að Ivolur biskup er
nefndur í 28. kap. Víga-Grlúms-
sögu7).
En með Isleifi Gizurarsyni
(biskup frá 1056-80) hefst íslenzk-
ur mað'ur fyrst til biskupstignar
hér á landi, og samtímis verður
Skálliolt fast biskupssetur í önd-
verðu fyrir alla fjórðunga lands-
ins, en frá 1106 fyrir aðra fjórð-
unga þess en Norðlendingafjórð-
ung. Er þetta mikill merkisvið-
burður í íslenzkri kirkjusögu,
eigi sízt ]>ar sem hlut átti að máli
jafn nýtur maður og Isleifur
biskup. Eftirmaður Isleifs bisk-
ups var Gizur sonur hans, og er
ágífcti þess manns kunnara en svo,
að hér þurfi á það að minnast.
Eru heimildir samdóma um það,
að Gizur bislkup hafi verið hér
eigi síður konungur en biskup alla
embættistíð sína. En af afrekum
hans nægir að nefna tíundarlög
þau, er hann fékk í lög tekin hér á
landi árið 1096, að því er virðist
þegjandi og hljóðalaust, enda far-
ast Ara fróða svo orð um Gizur
biskup:
“Gizorr byscop var ástsælli af
öllum lanzmönnom an hverr maþr
annarra, þeira es vér vitem hér á
andi hava verit. ” Eru þessi um-
mæli mikils verð frá þeim liöfundi.
Dæmi þessara fyrstu Skálholts-
5)Bps. Bmf. I, bls. 63.
G)Kolur sá, sem getur í 8. kap. Islendinga-
bókar, hlýtur að vera annar maður.
7)Sbr. Bps. Bmf. I, bls. 63 í nmgr —
biskupa og eigi síður Jóns helga
Ögmunds s onar, er fyrstur var
biskup á Hólum (frá 1106-21),
hefir fært Islendingum heim sann-
inn um, að þeir þyrfti eigi að seil-
ast til annara þjóða eftir mönnum
í biskupssæti. Sýna heimildir, að
á báðum biskupsstólum vorum,
Skálholti og Hólum, liafa ein-
göngu setið íslenzkir biskupar um
tæpra tveggja alda skeið. Voru
flestir þeirra stórmerkir menn,
þótt eigi verði nefndir hér.
En árið' 1239 bregður svo við,
að hingað til lands eru sendir
norskir biskupar8). Hótu þeir,
Sigvarður Þéttmarsson, er verið
liafði ábóti í Seljuklaustri; varð
hann biskup í Skálholti, og bróðir
Bótólfur, sem áður liafði verið
k a n o k i í Helgisetursklaustri;
'hann fékk Hólastól. Ekki var
þetta þó af því, að Islendingar
væri í 'hraki með biskupsefhi.
Þeir höfðu þegar árið 1236 kosið
tvo menn til þess að takast á
hendur biskupsstjórn, Magnús
prest Guðmundsson á Þingvöllum,
dótturson Jóns Loftssonar í
Odda til Skálliolts, en Björn prest
Hjaltason, er kallaður var Kygri-
Björn, til Ilóla. Var þá enn eigi
biskupslaust á Islandi, en biskup-
ar, er hér sátu á stóli, Guðmund-
ur Arason á Ilólum og Magnús
Gizurarson í Skálholti, komnir að
fótum fram, svo að vissara þótti
að hafa biskupa til taks, ef þeir
félli frá innan skamms. — Hin
8)Islandske Annaler (útg. Gustav Storms)
sbr. m. a. bls. 25, 65, 130, 188, 256; Sturl-
unga (útg. Ben. Sveinssorí) II, bls. 326.—