Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 19
UM ORÐTENGDAFRÆÐI ÍSLENZKA
15
að á liugarburð nútíðargutlara,
sem gerast svo djarfir að rengja
hina ein,u lieimild og liana ríka,
sem til er fyrir því, er menn vita
um elivága.
Erfiði er orðtengðafræðilega
umþráttað orð. Það er sama
orðið og þýzka Arbeit og danska
ai’beide, en liver sé eiginleg merk-
ing þess er óráðið. Grimm hélt
það tengt lat. labor, þraut, Max
Múller vísaði því til rótarinnar
AR, sem fer með plægingar
merkingu, og Björn Halldórsson
taldi það eins tengt erja, arði og
merkti eig. plæging. Erfiðr er
sama. orð og öi’ðugr, fyrir stafa-
skifti bæði í stofni og viðskeyti,
f fyrir ð í stofni og ð fyrir g í end-
ingu, svo erfiði merkir þá örðug-
leikar, og a.ð erfiða, eig. að eiga
örðugt; sbr. enska to rough it.
Örðugur er eig. sem er með ris-
um eða rís, af því stríður, við-
eignarillur, ómildur, komið eins
og erði3, eig. það, sem er illt við-
fangs, af arða, ójafna., sem rís
upp úr e-u; og veltur þá á því,
hvort arða sé komið af erja eða
það sé af öðrum stofni. T. a. m.
að arða sé=varta, því viS er
hverfult og breytilegast allra
stafa, segir Guðbrandur Vigfús-
son, og örðugr sé orðtengðafi’æði-
lega sama og ensk. warty, þýzk.
wai’zig og lat. vei’rucosus, eig.
fullur örðum, hrjónum.
Falma eða fálma þykir Fritzner
líklegt að sé komið af nafnorði,
3)Getgáta Fritzners, erÖi=elri, er alveg
haldlaus hugarburður.
sem merki hönd. Ekki nær það
neinni átt. Sögnin er komin af
stofninum fal í fölr; fal-ma eig.
sama og fölna, en haft urn við-
brögð, er manni verða í svip-
legum atvikum, ofboðsótta eða
óvissu, þ. e. að grípa fi'am fyrir
sig, þukla eða þreifa. Orðtengðir
sagnarinnar eru: felmt, felmtr,
fetmtra, en af stofninum sjálfum
er fæla eig. gera fölvan, liræða
burtu, og’ fælinn. Danska orð-
tengð sagnarinnar er fahne, fölna,
en ekki famle eins og Fritzner vill
halda. Danska famle, að fálma
er samstofna dansk. flab og ís-
lenzku tengðunum flapra og
fleipra, eig. að láta flipann ganga
óðann eins og skepnur gera um
fóður í leit eftir því, sem ætileg-
ast sé; iaf því reimur þukl merk-
ingin í hið danska orð. Hinar ís-
lenzku tengðir sýna bæði færzlu
Isíin® aftur eftir stofni og úrfall
þess og stafaskifti: fleipr, fífl,
flip, flim, fimbul-fambi o. s. frv.;
í Dönsku flabre, fable famle.
—gól áf liánum í gaglviði 'fagr-
rauðr hani, er í Völuspá, óskilið
gaglviðr. trtlendingar hafa skýrt
það fuglaskógnn*. Það er, vita-
skuld, tóm markleysa. Manni
dettur óðara í hug, að orðið merki
skógarrjóður, af því að í’jóðrið er
viðburðásvið skóganna í æfintýr-
um og munnmæla.sögum, og orð-
tengðafi’æðin staðfestir það und-
ir eins. Oi*ðið er samsett af gagl
og viður=skógur. Gagl er komið
af sögninni að gaga, samdr. gá.
gó, gáinn, er merkir að gapa, flá
eða reigjast frá, gelta, og gagl