Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 108
104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
liefir istafað og stafar enn. Það
sverð hangir yfir höfðum fjölda
bjargálna'manna, en er fallið að
iiáhsi margra. Sú saga mun ganga
um öll lönd, ef að líkindum lætur.
En hún sverfur jafnfast að Aust-
ur-lslendingum, þó að svo kunni
að vera, að samskonar saga ger-
ist í hinum löndunum. Það lítur
sæmilega út á pappírnum, að fáir
(fjölskyldu)menn þiggi a;f sveit á
Islandi nú á dögum. En þegar
gætt er betur að og kurlin tínd til
kolagrafarinnar, kemur í ljós, að
fjöldi manna í landinu er upp á
náunga sína kominn. 0g sumir
þiggendanna eru einhleypir menn,
eigi allfáir heilbrigðir og gætu séð
sjálfum sér farborða, ef vilja og
viðleitni sýndu til dáða og drengi-
legs lífs.
Vinnubrögð.
Verkamenn og forkólfar þeirra
tala um og heimta vinnudaginn
styttan. Grott væri, ef það gæti
tekist. Sífelt stríð kyrkir sálina
eða beygir; tómstundir og hvíld
myndu lyfta henni og gera hana
glaðari en nú er hún víðsvegar.—
Islenzkir sveitamenn eig’a við
sjálfa sig um vinnudagslengdina
og áframlialdið, og konur þeirra
slíkt hið sama. Nauðsynin sker
úr þessum málum á þann hátt, að
alla dag þarf að vinna svo lengi
sem vakan hrekkur til, þar er
ekkert undanfæri. Bændurnir afla
því að eins þeirra heyja, sem lífs
nauðsyn þeirra krefur, að unnið
sé vel og lengi hvern dag, sem
grasið stendur. Og konurnar
mega ekki sofa nægju sína, ef inn-
anbæjarstörfin eiga að komast í
framkvæmd—þau allra brýnustu.
Hjálparhöndum bændanna og hús-
freyjanna fæklrar stöðugt. Unga
fólkið fer í skóla á haustin og í
vetrarvistir, í kaupstaði fara
stúlkur til hússtarfa, og karlar til
sjávar. Af þessum ástæðum brýt-
ur nauðsyn vinnunnnar lögin þau,
sem mannúð mentunar og linkind-
ar hygst að setja. Eigi vil eg
draga fjöður yfir þau sannindi,
að meiri vinnu er nú afkastað með
jöfnum mannafla en fyrrum var
og stafar sá viðauki af bættum á-
höldum og skynsamlegri vinnu-
liáttum. Þeir sem á sjóinn sækja,
eru nú flestir hættir áraburði.
Vélarnar ýta bátum og skipum
móti stormi og straumi. En sjó-
sóknin er nú svo hlífðarlaus,
vegna þess hve langdrægt er á
miðin, að nálega gengui- sólar-
hringur heill í mörgum viðistöðv-
um til hvers róðurs—þó ekki sé
róið. — Við þetta harðræði, á-
reynslu og svefnleysi, búa þeir,
sem eru húsbændur sjálfra sín á
útveginum, eins og hinir, sem eru
undirgefnir litvegsmenn. Þarna
skapar nauðsynin, eins og við
heyskapinn í sveit, hlífðarleysið.
Þessir menn sofa helzt á leiðinni
út á mið og á heimleið af miðum,
þannig að sjómennirnir skiftast á
um að sjá um skipið. Landmenn-
irnir, þeir, sem gera að afla og
beita línu, verða einnig að vinna
miklu lengur á sólarhring hverj-
um, en þeir menn telja sæmilegt,
sem ka'lla sig alþýðuleiðtoga.