Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 138
134
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kalt. Eg váknaði af og til um
nóttina, við það, að sú hliðin, sem
snéri frá reykháfnum var ísköld,
svo eg bylti mér hara um og sofn-
aði jafnharðan.
Einn daginn 'þreif einn af fé-
lögum mínum til mín og ætlaði að
slengja mér niður á gólfið. Eg
demdi honum fljótt niður á ís-
lenzkum hnyfek. Hann stökk óðar
upp og á mig aftur, en það fór á
sömu leið og áður. í þriðja sinni
veður liann að mér með steytta
hnefa. Eg segi honum að eg
kunni ekki hnefaleik, en að eg
skuli glíma við hann eins lengi og
liann vilji. En þá hætti liann, og
var eg látinn í friði eftir það.
Þjóðverji, giftur, var á hátnum,
allra bezti drengur og mér einkar
góður. Eg var búinn að seg’ja
lionum alt um mína hagi og livert
eg ætlaði. Áður við komum til
Buffalo segir hann mér að fara
ekki í land með neinum af skip-
verjum, því þeir muni taka mig
inn á knæpu, gefa mér svefnmeðal
og ræna mig. Hann býðst til að
fara með mér á farbréfastofu og
útvega mér eins ódýrt farbréf til
Chicago eins og hægt sé að fá.
Nú fórum við á 3—4 “Scalpers
Ticket Offices ’ og fengum við
að síðustu farbréf fyrir $10.00.
Nu voru skór mínir í slitrum,
svo eg mátti til með að kaupa
mér skó. Þeir kostuðu $1.50.
Þegar eg var búinn að kaupa lion-
um og mér glas af bjór, brauðköku
*)Stat5ir er verzluðu með ónotuð farbrðf,
er keypt voru fyrir lítið af ferðamönnum.
Nú bannaðir með lögum.
og 5-10c \drði af osti, þá átti eg
eftir 25c. Nú fór hann með mér
niður á járnbrautarstöðina og bað
einn starfþjóninn að sjá um, að eg
feæmist á lestina kl. 11 f. m.. Þar
kvöddumst við og eg þakkaði hon-
um innilega fyrir alla lijálpina.
Nú var lagt á stað og eg bjóst
nú við að stanza ekki fyrri en í
Chicago, en það var öðru nær.
Yið komum til Cleveland í Oliio
kl. 9 f. m. á sunnudagsmorgun.
Þá var mér skipað út úr vagnin-
um og sagt að engin lest færi til
Chicago fyr en kl. 9 um kvöldið.
Eg fór út, súr í skapi og upp á
knæpu skamt frá stöðinni. Eg
skildi eftir ostinn og brauðið og
ætlaði að hirða það um kvöldið er
eg færi af stað. Nii bið eg um
kaffi og kleinur, og brátt kemur
telpa með það. Meðan eg var að
drekka feaffið hugsaði eg með mér
að ef mér yrði boðin annar bolli,
skyldi eg afþakka það. Eg vildi
hafa fáein cent í vasa, þegar til
Cliicago kæmi. Eg bjóst við að
kaffið og kleinurnar myndu kosta
mest 15 cent. Svo spyr eg telp-
una livað það kosti. Tuttugu og
fimm cent, segir hún. Eg stokk-
roðnaði, en þagði þó, jafnvel þó
eg þættist vita, að það væri níðst á
mér. Nú var eg þarna allan dag-
inn matarlaus, en fékk eitt glas
af bjór hjá gestgjafa.
Síðan fór eg á lestina á tiltekn-
um tíma. Eg fann hvoi’ki ostinn
né brauðið. Eg dottaði í sæti
mínu af og til um nóttina, en leið
nú samt heldur illa. Kl. 9 næsta
morgun komum við loks til Chi-