Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 96
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉTAGS ÍSLENDINGA
og hvernig ævi lians lauk. Hinir
munu færri, sem vita meira um
biskup þennan. Kennslubækur
þær í íslendingasögu, sem völ er á
eru ágripskendari en svo, að rúm
hafi verið til að rekja þar itarlega
sögu þessa manns. Hins vegar er
Jón Gerreksson svo aðsópsmikill
og ferill hans svo sérstæður í sögu
Norðurlandabúa, að sjálfsagt má
þykja, að varðveittur sé í heilu
líki með íslending'um. Skilst þá
fyrst til hlítar, hvílíkan mann
biskup hafði að geyma.
Hér hefir verið leitazt við að
rekja hin markverðustu æviatriði
Jóns hiskups. Enn eru þó ótalin
kvennamál, sem hann komst í,
meðan hann sat á erkibiskupsstóli
í Uppsölum. Var það áður en
þeim Ludbert Kortenhorst lenti
saman en annars eigi óáþekldr
málavextir63). Verður allt þetta
til að styrkja það eindregið, áð
Jón biskup lmfi verið í meira lagi
kvenhollur og jafnframt ósvífn-
ari í þeim efnum en hent var á
þeim tímum manni í biskupsstöðu.
Ferill Jóns Gerrekssonar skýrir
nægilega skapferli hans. En Is-
lendingar kváðu upp þann dóm
yfir honum í lifanda lífi, sem
aldrei hefir síðan verið hróflað
við. Þeir töldu hann réttdræpan.
Á einum mesta hátíðisdegi árs-
ins gripu þeir hinn útlenda ævin-
týramann, klæddan biskupsskrúða,
fyrir háaltari Skálholtskirkju,
færðu hann í poka og drekktu
honum í Brúará. Rúmum þrjátíu
63)Sbr. Hist. Tidskr., bls. 210-11.
árum eftir að Svartidauði hafði
lamað þessa þjóð, svo sem kunn-
ugt er, fannst þó enn slíkur mann-
dómur í íslenzkum höfðingjum.
Síðari aldir hafa staðfest gerð-
ir þeirra manna, er unnu á Jóni
biskupi Gerrekssyni. Fyrir víg
hans komu aldrei neinar bætur né
liefndir. Frumkvöðlar þess urðu
allgæfusamir menn á veraldarvísu
og stigu til mannvirðinga.
Þorvarður Loftsson gekk að
e i g a Margréti Vigfúsdóttur.
Efndi hún þannig heit sitt, sem
áður er getið. Er kaupmálabréf
þeirra gert í Brautarholti á Kjal-
arnesi 19. okt. árið 143, og má af
því sjá, að þau hafa sett saman
bú af miklum éfnum6'4). Hafði
Þorvarður fjögur stórbú, eitt á
Eiðum í Fljótsdalshéraði, annað
á Möðruvöllum í Eyjafirði, þriðja
á Strönd í Selvogi og fjórða á
Hlíðarenda í Fljótslilíð. Reið
hann að jafnaði milli þessara búa.
sinna með sveinahóp eins og liöfð-
ingjum var títt í þá daga. Þor-
varður dó árið 144666).
Teitur Gunnlaugsson hafði um
langt skeið sýsluvöld, en varð lög-
maður sunnan og austan á íslandi
eftir 1440. Hann var talinn höfð-
ingi mikill og varð fjörgamall
maður66).
Erlendu kirkjuvaldi mun hafa
þótt óhægt að ýfast við Islendinga
út af drápi Jóns biskups og sveina
hans. Þó sýnist það liafa hrevft
lítillega eftirmálum, en raunar
64) Sbr. Dipl. Isl. IV, nr. 601 (bls. 662-63).
65) Smævir I, bls. 162-67.
66) Smævir IV, bls. 574-75.