Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 92
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
var svenskur að ætt og liafði xxx
sveina írska, liverir að næsta voru
nrjög ómildir, svo að biskup hann
réð litlu eður öngu fyrir ;þeim. ”
Af frásögn Nýja annáls, sem
tekin hefir verið upp hér að fram-
an, virðist þó mega ráða, að svein-
ar þessir liafi þótzt vera danskir
að ætt. En hvað sem því líður,
hefir því alment verið trúað, að
þeir hafi verið af írsku bergi
brotnir; skiftir þetta raunar held-
ur litlu máli.
Biskupsstörf Jóns Gerreks.son-
ar á þeim þrem árum, sem hann
sat á biskupsstóli í Skálholti, eru
livorki mörg né merkileg, ef dæma
má af þeim gögnum, sem varð-
veitt eru. 'Þessi munu hin helztu:
1. 'Máldagá Krosskirkju í Land-
eyjum frá 143039).
2. Skipan hálfkirkju að Breiðu-
vík í Saurbæjarþingum frá 143140).
3. Samningagerð við Gunnar
bónda Bjarnason frá 1432 þess
efnis, að Gunnar tekur að sér
nokkurar jarðir kirkjunnar í
Hvammi í Norðurárdal, en á að
leysa' þær í iausafé40).
4. iSkipan hálfkirkju á Skarðs-
hömrum í Norðurárdal og aftur-
köllun dóms og gerðar um fimm
aura gjald frá Skarðshömrum til
Hvamms frá 27. marz 143142).
Miklu meira kveður að glett-
ingum biskups og sveina hans við
ýmsa menn, enda urðu þær þeim
að lyktum að fjörtjóni. Eitt at-
39) Dipl. Isl. IV, nr. 465 (bls. 423).
40) Dipl. Isl. IV, nr. 510 (bls. 469).
41) Dipl. Isl. IV. nr. 546 (bls. 506-507).
42) Dipl. Isl. V, nr. 7, (bls. 5-7).
vik hér að lútandi virðist sýna
furðu vel, hvernig háttað var sið-
ferði Jóns biskups og skýrir að
nokkuru leyti feril hans frá fyrstu
tíð.
Aitburður þessi hefir varðveizt
í vitnisburðarbréfi Ljóts prests
Helgasonar frá 1. júní 1450 lút-
andi að vísitatíu Jóns Gerreks-
sonar á Reykhólum 143243). Sýn-
ir bréf þetta, að þegar biskup var
staddur á Reykhólum, hefir kom-
ið til lians Gizur nokkur Rupólfs-
son og kært fyrir honura mann
þann, er Filippus hét Sigurðsson
“ok bad' biskup ion gerreksson
hialpa til suo hann mætti giora
havnum eina hueria olucku”44).
Yarð Jón biskup ekki seinn til
að skipa sveinum sínum að gera
Filippusi liverja þá ólukku, sem
Gizur vildi. Var þá sagt, að Fil-
ippus væri kominn í 'kirkju. En
J'ón biskup skipaði að taka liann
út úr kirkjunni og lét svo um mælt,
að þótt kirkjan væri saurguð í
kveld, skyldi hann gera liana
hreina að morgni.
Segir ekki frekara frá úrslitum
þessa máls, en ástæðulaust er að
véfengja skýrslu Ljóts prests, þar
sem hann var einmitt sjálfur
staddur á Reýkliólum um þessar
mundir.
Sveinar Jóns Gerrekssonar
gerðust brátt svo ástýrilátir, að
biskup réð lítt við þá. Mun hann
raunar sjaldan liafa latt þá stór-
ræða. Um framferði biskups og
43) Dipl. Isl. V, nr. 42, (bls. 50-51).
44) Dipl. Isl. V, nr. 42 (bls. 51).