Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 122
118
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
íim og hólum, isem jökullinn ýtir
fram undan sér. Og- milli hólanna
renna víða mórauðir lækir fram á
sandinn. Á hægri liönd er sífeld-
ur sandur, einlæg sandslétta eins
og augað eygir fram að sjó.
Sandurinn er þungur undir fæti,
tafsamur yfirferðar og tilhreyt-
ingalítill er hann og livimleiður.
En tvent er það sem skemtir aug-
anu á leiðinni austur eftir: Ör-
œfajökutt fram undan og hilling-
arnar til hafsins, þegar sólin skín.
Öræfajökull er tvímælalaust til-
ikomumesta og fegursta fjallið á
landi voru. Eg segi fjall, því jök-
ulhúfan er ekki svo tiltölulega
mikil ummáls. Hér og hvar
s t a n d a herar klettalinútur og
hamrar út úr klettastakkinum, en
grábláleitir hálfsandorpnir skrið-
jöklar liggja niður eftir skörðum
og geilum niður á láglendið.
Hillingarnar á söndunum á
Suðurlandi eru dásamlegar. Má
þar oft sjá hinar fui'ðulegaistu
kynjamyndir, einkum á lieiðskír-
um svölum sumarmorgni. Einar
Benediktsson liefur lýst slíkum
hillingum ágætlega í kvæðinu
Hillingar í Landeyjum. Smástein-
ar og grastóir verða að háum
tröllum eða að háum klettadröng-
um, liliðum og görðum, mönnum
og skepnum. f þetta skifti sáum
við heilar hersveitir fótgönguliðs
koma gangandi sunnan sand. Tð-
uðu hermennirnir í tíbránni og
virtust stefna upp sandinn til
móts við okkur. Af því þetta var
um 'það leyti, sem mikið var
skrafað og harðvítuglega mótmælt
atferli Spánverja og fúlmensku
þeirra í að troða upp á okkur
spánarvínunum, fanst mér senni-
legast, að herinn væri spænskur
og sendur til að sauma betur að
okkur Mörlöndunum. Iiugði eg-
þá landi og þjóð ekkert vænlegra
en að biðja góðar vættir að lileypa
á dónana með duglegu Skeiðarár-
hlaupi. Sjálfum okkur og ferðafé-
lögunum var nú óhætt, þó lilaup
kæmi, því við vorum kompir þar
austur á sandinu, sem hann er
hæstur, og þar sem sæluliúsið er
reist. Þar þarf enginn að óttast
vatnsgang þó hlaup komi úr jökl-
inum. Þar fórum við inn og' borð-
uðurn nestisbita, meðan klárarnir
veltu sér og kroppuðu melgresis-
tóir kringum kofann. Kofinn er
álíka óþokkalegur og' óvistlegur
eins og önnur íslenzk sæluhús ger-
ast. En það er lakur skúti, sem
ekki er betri en úti, segir máltæk-
ið. Og hefur kofinn komið mörg-
um að góðu liði. Eitt var þar
öðruvísi en annarsstaðar. Pappa-
spjald á veggnum, sem prentuð
er á leiðbeining á fjórum tungu-
málum um að kveikja á luktinni,
sem er í kofanum og hengja hana
á austurvegginn svo að sjáist frá
S'kaftafelli. Þá má vænta hjálp-
ar þaðan næsta dag. Tliomsen lét
reisa kofann og mun nafn hans
uppi . miklu lengur en kofinn
stendur.— Enn héldum við áleið-
is. Himininn var orðinn skýjað-
ur, veður svalt og Spánverjarnir
horfnir. Það glitti í vötn fram
undan. “Þarna, sjáið þið Skeið-
ará,” sag'ði Stefán póstur. Loks-