Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 57
í VÖKU OG SVEFNI
53
Jón var yngstur sjö barna for-
eldra sinna. Yngsta systirin var
ógift lieima, en hin voru gift og
flntt í aðrar sveitir, nema elzti
sonurinn, Davíð, sem bjó ofarlega
í Sæludal. Konráð faðir Jóns var
nafnkunnur sjósóloiari og formað-
ur, en bláfátækur var bann og
hafði lengi hokrað á lélegTim jarð-
arskeldi neðst í Sæludalnum og
örstuttan spöl frá sjó og öruggis-
höfn. Nær fjórum árum áður en
þessi saga hófst hafði hann ráðist
í að kaupa nýjan og vandaðan
mótorbát, en það var í stórt ráð-
ist fyrir svo efnalausan mann og
hniginn að aldri. En sjórinn er
akur, sem eftar en hitt gefur þeini
ríkulega uppskeru, sem bezt
kunna að plægja hann og undir-
búa. Og það kunni Konráð. Tvær
fyrstu ferðirnar á nvja skipinu,
reyndust arðsamar eins og bezt
mátti vænta. 1 björtu veðri og
blíðu lagði Konráð upp í þriðju
ferðina á djúp-miðin. En upp úr
hádegi brast á aftaka-veður, og
slotaði ekki fyrr en eftir sólar-
hring. Nýja skipið, sem Konráð
og skyldulið hans hafði bygt svo
glæsilegar vonir á, kom hvergi
fram og sást ekki síðan. Þar fórst
Konráð og með lionum þrír vask-
ir sjómenn.
Nú var ekki um nema einn veg
að velja fyrir ekkjuna, um ekkert
annað að gera en selja reiturnar
og segja upp kotinu. Ofan á aðr-
ar raunir bættist það, að nú mátti
Ingibjörg, móðir Jóns, vera npp á
annara náðir komin, og afréð liún
að fara með Dóru dóttur sinni í
húsmensku til Davíðs sonar síns
á Þverá. En Jón, þá 18 ára, áleit
þann kostinn vænstan að fara
vestur um haf, til Winnipeg, og
treysta á góð ráð sveitunga síns,
sem þar átti heima og leið vel. Að
skilnaði fullvissaði hann móður
sína um það, að svo fljótt sem
kostur væri á skyldi hún koma
vestur og njóta livíldar í kyrð og
næði lijá sér.
Jóni gekk mörgum betur eftir
að vestur kom. 1 Winnipeg var þá
nóg um atvinnu og gott kaup gold-
ið og þar vann hann fram á haust.
En ekki langaði liann til að ílengj-
ast þar. Ilann komst að því von
bráðar, að útdráttarsamt var að
búa í borginni, og honum kom það
svo fyrir að léttúð og gleðsfcapur
væru metin meira en alvörugefni
og sparsemi. Ef til vill var það
álit lians sprottið af því, að frá
því hann fyrst fékk skilning á til-
verunni, hafði skortur og spar-
neytni sýut honum þörf á alvöru
og varkárni. Ósjáífrátt hneigðist
hugur lians að sjó og fiskiveiðum.
Hann heyrði oft talað um gróða af
fisktekju í Winnipeg-vatni, og
laust áður en liaustvertíð byrjaði
brá hann sér norður að Gimli. Þar
leizt honum vel á sig og fanst svip-
þýður “sjávarbakkinn.” Á Gimli
hitti Jón roskinn bónda, sem lengi
liafði búið í Sæludals-sveit, en sem
nú bjó góðu búi á landi sínu, er
hann nefndi Grundarkot, eftir á-
býlisjörð sinni síðustu, heima.
Bauð Björn honum heim með sér
til þess að segja fréttir úr Sælu-
dal og næstu sveitum.