Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 139
FERÐ MÍN TIL AMERÍKU
135
cago. Þegar eg steig af vagnin-
um er þar maður í einkennisbún-
ingi, sem bendir mér á hús þar
skamt frá og segir mér að þarna
geti eg fengið allskonar veiting-
ar fyrir 15—25 eent. Eg sagðist
nú ekkert vera að hugsa um það,
en bað hann að segja mér livar
State stræti væri. ‘ ‘ Eina húsaröð
(“block”) til vinstri,” segir hann.
Nú komst eg á State stræti, en
þá vissi eg ekki hvort eg átti að
fara norður eða suður til að finna
númerið, sem stóð á bréfi Páls.
Það var grenjandi norðan veður
og fjúk. Eg tók það ráð, að snúa
undan veðrinu. Eg góndi á núm-
erin til beggja hliða. Allir, sem
eg mætti stönzuðu þegar þeir voru
konmir fram hjá mér og horfðu á
eftir mér. Þeim hefir víst þótt
nýstárlegt að sjá ungan mann á
Ohicago götu í blárri ullarskyrtu
utan yfir buxunum og með skozka
húfu á höfðinu með gljáskygni á,
um hávetur. Eg hélt nú áfram og
mér fanst eg vera búinn að ganga
óralangan veg, • eg var farinn að
halda að eg mundi hafa tekið
ranga stefnu. Eg fer enn yfir eitt
þverstræti og staðnæmist á götu-
liorninu og lít yfir State stræti.
Þar er tAÚlyft trjámðarbygging
við götumótin. Á einum gluggan-
um á efra lofti stendur með stór-
um gyltum stöfum, Dr. Steele.
Ó ! hvílíkur fögnuður! Nú var eg
þá loksins kominn á brautarenda,
og innan skamms fengi eg nú að
sjá minn ástkæra bróður.
Eg þaut yfir götuna og inn í
lvfsalabúð, sem var á neðsta gólfi.
Eg spurði mann, sem þar var fyr-
ir innan borðið, hvort maður að
nafni Póll Björnsson væri þar.
“Nei, enginn maður með því
nafni hér.” Eg fór óðara út og
stóð sem steini lostinn á götuhorn-
inu og reyndi að átta mig. Páll
var líklega ekki í bænum. Eg hélt
að allir, sem væru í «ömu bygg-
ingunni hlytu að þekkja hver ann-
an alveg eins og alt vinnufólkið á
Valþjófsstað þekti hvert annað.
Iiér stóð eg nú á gatnamótum í
stórbæ þar sem eg þekti enga
manneskju. Eg var orðinn dauð-
hungraður, félaus og klæðlaus í
grimdar veðri. Eg gerði mér enga
hugmynd um liver afdrif mín yrðu
ef eg fyndi ekki Pál. Samt lét eg
ekki hugfallast, mér fanst endi-
lega að mér myndi verða eitthvað
til. Ðr. S’teele hlaut að vera í
byggingunni einhversstaðar og
hann hlyti að geta sagt mér eitt-
hvað af Páli. En hvernig að ná
tali af honum ? Eg sá engan stiga
liggja úr lyfjabúðinni upp á efra
loftið. Ölknæpa var hinum megin
við þvergötuna. Þangað labbaði
eg í þungum þönkum og fór þar
inn. Stór liitunarofn var þar, og
á borði voru alls konar matvæli,
sem maður mátti eta lvst sína af
ef maður keypti 5 centa glas af
bjór. Þá datt mér í hug, að ef
telpan í Cleveland hefði ekki
snuðað mig, þá hefði eg nú liaft
cent til að kaupa bjórinn og sefa
hungrið. Nú snéri eg bakinu að
hitunarofninum til þess að verma
mig, því mér var orðið kalt. Eg
gat séð út um glugga yfir að