Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 140
136
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉTAGS ISLENDINGA
byg-gingtiimi, sem liýsti Dr. Steele.
Eftir nokkra stund sé eg’ liur'Ö
opnast á hliðinni, sem snéri að
íþvergötunni og- mann koma þar út
með sóp í hendi og spýtubakka.
Eg stökk óðara út og yfir til hans
dreg npp umslagið með nafni Dr.
Steeles á og sýni lionum og spyr
hvort að maður að nafni Páll
Björnsson sé hér. “Því ekki
spyrja Dr. Steele,” segir hann.
Já, það var satt, það var úrlausn-
in. Nú fer eg upp stigann og
drep á dyrnar er voru með nafni
Dr. Steeles. Maður lýlrur óðar
upp og brosir þegar hann sér mig.
“Þú ert bróðir Páls, hann hefir
verið að vonast eftir þér og bað
mig að taka á móti þér, komdu
inn. ” Nú fór eg inn og settist á
leðurklæddan legnbekk. Tvær
prúðbúnar konur voru að tala við
Dr. Steele. Þarna sat eg' nú um
hríð. Kafrjóður út- undir eyru
og garnirnar gauluðu svo liátt að
eg var dauðhræddur um að allir
lilytu að lieyra það, sem inni voru.
Þegar konurnar fóru, segir Dr.
Steele við mig að Páll komi ekki
heim fyrri en kl. 5 e. m. og að eg
geti gert hvort lieldur eg vilji,
bíða liér þangað til, eða að reyna
að finna læknaskólann, því Páll
fari til miðdag.sverðar kl. hálf
eitt. Klukkan var nú um tíu. Mér
hreys hugur við að sitja þarna
hungraður allan daginn með
garnagaul. Og líka var eg feim-
inn og bjóst við að fólk yrði alt af
að koma og finna læknirinn, svo
að eg kaus að revna að leita uppi
skólann. Nú lagði eg af stað og
fór eftir tilvísun læknisins, og
brátt fann eg skólann. Háar tropp-
ur lágu af götunni upp á fyr.sta
loft. Eg liljóp upp þær og opnaði
dyr, sem lágu inn í stóran sal með
hitunarofni. Eg bjóst við að sjá
Pál þar strax, en það var öðru
nær. Maður kemur til mín og spyr
mig- erinda. Eg- spyr hann'hvort
hér sé ekki maður, sem heiti Páll
B jörnson. ‘ ‘ Það getur vel verið, ”
sagði hann, “ef hann er einn af
lærisveinum skólans, þá ér hann
uppi í lestrarsalnum og kemur
ekki niður fyrri en kl. hálf eitt.”
Eg sat nú þarna 'eða gekk um gólf
þangað til eg heyrði fótaspark
uppi á. loftinu. Eg þóttist vita, að
nú væri skólinn úti og að stúdent-
ar mundu koma í hópum ofan stig-
an, en eg vi'ldi ekki láta skólabræð-
ur Páls sjá mig svona tötralegan
til fara. Eg stökk því rít og yfir
á hornið á móti skólanum og eftir
litla stund sé eg Pál líta út um
gluggann og þegar liann sér mig
kemur hann lá rás niður tröpp-
urnar og yfir um til mín. Páll tók
mig nú á matsöluhús en að mál-
tíðinni lokinni fanst mér eg ekki
hafa borðað neitt, en lét þó ekk-
ert á því bera við bróður minn.
Eftir tíu daga át, fanst mér eg
vera orðinn mettur, — Frá Clii-
cago fór eg til Milwaukee.
Þar sem þetta er aðeins ferða-
saga en ekki æfisaga, þá læt eg
nú hér staðar numið. Eg full-
vissa góðfúslegan lesara um, að
frá ferðinni er rétt sagt. Finni les-
arinn að hann hafi skemt sér við
lesturinn, þá er tilganginum náð.