Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 76
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sér útaf í mjúku rúmi í lilýju lier-
bergi, og svo nærri glugga, að séS
gat hann til veðurs án þess aS
lyf.ta liöfSi frá kodda.
Hugtir hans hvarflaSi víSa, en
fyrst af öllu til skóglendunnar
hugþekku, sem geymdi heimili
lians og alt þaS, sem honum var
dýrmætast í veröldinni. HvaÖ
skyldi hún vera að gera núna?
Gaman væri að vera horfinn þang-
aS! Máske var liún nú lijá Önnu
frænku og biði þar komu lians.
Yarla tilgetandi, en ljúf var sú
hugsun. 'Sorgleg þó í aðra rönd-
ina. Hann í rúminu og annar fót-
ur hans burtu. tJr því mátti má-
ske bæta aS nokkru með tímanum.
Verra var með lungað, sem kúlan
tætti sundur. Þoldi ekkert kul.
Mátti máske hýma hér fram á vor.
HvaSa erindi átti hann í stríðið?
Ekkert — heimskuleg fljótfærni,
sprottin af sorg. HvaS syrgði
hann? Það, að elskuríkri móður
leið betur en áður? Nei, nei. HvaS
þá? Var sorg hans þá sprottin
af eigingirni, eigin meSaumkun?
Vafamál og bezt að sleppa því.
Eftir alt saman var hann ánægð-
ur með för sína. HafSi fræðst um
margt, sem hann vissi ekkert um
áÖur, séð rnargt gott og fagurt,
jafnframt því sem Ijótast er og
hræðilegast. Skyldi Rúna vera
búin að fá bréfið, sem liann sendi
frá Halifax? Þar hefði hún þá
alla sína sögu. Hvenær var sagt
aS gestir mættu koma inn? Klukk-
an þrjú? Já, einmitt. Hálftími
enn að bíSa. Líklega kæmi eng-
inn til að heilsa sér. Enginn.
ÁSur en han vissi af var hann
sofnaður og dreymdi. 1 einni og
sömu svipan var hann að ösla um
lmédjúpa aurleÖju í víggröf, var
að tala við móður sína og Dóru
lieima í Sæludalskoti, og var að
tala við móður sína úti fyrir
Grundarkots-liúsinu. Var hún að
hughreysta hann eins og venja
hennar var frá því liann fyrst
mundi eftir. “KvíSaefni þitt er
ekki lengur til,” þótti honum hún
segja. “Braut þín er nú bein og
slétt, framundan, og Rúna okkar
verður með þér. Þú manst ekki
eftir því, en stundum hefi eg dreg-
ið sviða. úr sári þegar þú meiddir
þig mikið. ÞaS geri eg líka fram-
vegis ef á þarf að halda, því eftir
þér lít eg ávalt, Nonni minn, í
vöku og svefni.”
Strauk hún þá mjúkri hendi um
vanga lians og við það rumksaÖ-
ist hann. í svefnrofunum fanst
honum hann finna hendina og
hugði að taka hana í sína liönd.
En þar var ekkert og í því vakn-
aði liann til fulls og opnaði augun.
Var þá sól gengin svo til vesturs,
að hún skein skáhalt inn um
g'luggann. Án ])ess að vera sér
þess meðvitandi lét hann augun
fylgja sólargeislanum frá glugga
til dyra, og þar, vafin í geislum
aftansólarinnar, stóð þá Rúna
hans, með kærleiksbros á vörum.
Ytra ríkti miSsvetrargaddur,
frost og snjór, en innra, í sál ást-
vinanna, sem hér fundust eftir svo
þungbæran skilnað, var nú sumar-
sól og hlýindi í alveldi og færSi
þeim fögnuð og frið.