Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Blaðsíða 130
126
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
■Þá lítur hún ástvini alla
sig umhverfis, 'birtir í ihuga
og segir: “Eg sæla rnig kalla,
mig sorgin ei lengur skal buga,
því enn á eg alt, sem er kærast
og á því skal farsæld mín nærast.
Þvi, hvaö er um stundarbil stríöa,
ef styrkinn og þolið ei brestur;
þó lítiö eitt þurfum að líöa,
þaö lífinu er aflvaki beztur,
og vöntun og vosi má gleyma
þar vonin og ástin er heima.
Ei hræöast skal hretviörið kalda,
né hika, þó skefli yfir veginn,
því auövelt er áttinni ,halda
þar ástin er sitthvoru megin;
og ljúft er þá lífsskyldu vinna,
sem lögö er til barnanna sinna.
Nú legst yfir lánættis húmiö,
eg líka finn svefnværöar dofa,
þó ekki sé ríkulegt rúmið
nú reyna skal loks fara að sofa,
því svefninn er ferðlúnum sætur
og svölunin bezt þeim, er grætur.
Hann söknuði og áhyggjum sárum
á svipstundu lætur mig gleyma,
og meöan á brúsandi bárum,
eg berst út í ókunna geima.
Ó, drottinn minn! láttu mig dreyma
um dalina’ og fjöllin mín heima.
III.
Rennur fley um ránar velli bláa,
ruggar ei, því nú er sléttur særinn.
Yfir léttur andar morgunblærinn,
aðeins, sem að vekur gára smáa.
Himin drotning, dýröleg morgunsólin
dásamlega birtir hátign sína.
Geislabaugar glóbjart höfuö krýna,
gulnum roða slær á veldisstólinn.
Brosir ljúft og ljómi af augum stendur,
lítur blítt frá hásætinu niöur;
gyltum sprota’ á græöisflötinn styðpr,
glampar skærir kvika um voga og strendur.
Landnemarnir leystir skips úr kvíum,
loksins uppi’ á þiljum fá að standa;
morgunlofti að sér hreinu anda
og sig baöa í ljóssins straumi hlýjum.
Liggja sézt nú land á báöar síöur,
langan því að siglt er inn á flóa,
fagurleitt í feldi grænna skóga
faðminn ljúfa sjófarendum býður.
Hugarfangnir farþegarnir stara,
framundan er sem í glæstum skýjum,
opnist dyr að dýröar heimi nýjum,
idraumalandi sérhvers utanfara.
Ljúfar vonir lyftast fólksins hrjáða
leiö þá endar sævar djúpu hylja,
eins og fuglar fegin's hugar vilja
fótum stíga á sumar-vengið þráöa.