Skírnir - 01.01.1942, Page 9
Skírnir
Danmörk eftir 9. april 1940
7
við dönsku stjórnina til þess að taka upp samninga um það
hernám, sem þegar var hafið.
Það sést greinilega á ávarpi þýzka herforingjans von
Kaupisch til danska hersins og dönsku þjóðarinnar her-
námsmorguninn, að það er staðreynd, að hernaðurinn
hófst áður, eða að minnsta kosti um leið og stjórnarsamn-
ingarnir. í þessu ávarpi segir m. a.:
„England hefur sí og æ brotið hlutleysi Danmerkur og
Noregs og ávallt reynt að gera Norðurlönd að vígvelli.
Dönsku og norsku stjórnirnar hafa mánuðum saman
vitað um þessar tilraunir.
Afstaða þeirra er ekki heldur meiri launung fyrir þýzku
stjórnínni. Þær vilja hvorki nje geta veitt viðnám, sem
nokkurs sé vert, gegn enskri árás.
Þess vegna hefur Þýzkaland ákveðið, að verða fyrra til
en Bretar og beita valdi sínu til þess að taka sjálft að
sér vernd á hlutleysi konungsríkjanna Danmerkur og
Noregs og verja það, meðan stríðið stendur.
Þýzka stjórnin ætlar ekki með þessu að fá sjálfri sér
stoð í baráttunni við England, tilgangur hennar er sá
einn, að koma í veg fyrir það, að Bretar færi út vígstöðvar
sínar til Norðurlanda.
Af þessum ástæðum hefur öflugur þýzkur her frá því í
morgun lagt undir sig helztu hervirki í Danmörku og
Noregi. Um þessar ráðstafanir fara nú fram samningar
milli þýzku stjórnarinnar og hinnar konunglegu dönsku
stjórnar. Þessir samningar eiga að tryggja það, að danska
konungsríkið haldi áfram að vera til, að her og flota
verði haldið við, að frelsi dönsku þjóðarinnar verði virt
og að tryggt verði framvegis fullt sjálfstæði landsins.
Þess verður að vænta, að á meðan þessir samningar fara
fram láti herinn og flotinn sér skiljast þetta og hefji enga
virka eða óvirka andstöðu.
Þýzki herinn og flotinn annast það héðan af að tryggja
landið gegn enskri ágengni.
Þýzki herforinginn — Kaupisch“.