Skírnir - 01.01.1942, Síða 14
12
Fr. le Sage de Fontenay
Skírnir
stjórnin afneitaði honum formlega og viki honum frá em-
bætti. Þetta hefur samt ennþá engin áhrif haft á afstöðu
hans, því að Bandaríkjastjórn heldur áfram að viðurkenna
hann fulltrúa frjálsrar Danmerkur og frjáls dansks kon-
ungs og semur við hann um öll mál Danmerkur og Græn-
lands, eins og hann sje eo ipso danska stjórnin.
Við skulum nú líta næst á þróun málanna heima í Dan-
mörku. Fyrst eftir hernámið var mikill hluti þjóðarinnar
þrumu lostinn. Menn höfðu vonað það til hins ýtrasta, að
geta sloppið, eða menn höfðu ekki viljað trúa því, að farið
yrði með slíkum ofsa á hendur friðsömum þjóðum eins og
Dönum, Norðmönnum og Hollendingum, sem stóðu utan
við stjórnmál stórveldanna. Jafnframt var það mörgum
til vonbrigða og gremju, að ekki skyldi hafa verið gripið
til vopna, og menn litu öfundaraugum til Norðmanna, sem
höfðu barizt og getið sér frægðarorð. Þegar menn sáu það
seinna meir, að mótstaða miklu öflugri landa var brotin
á bak aftur á stuttum tíma, þá skildist fólki það, að mót-
spyrna mundi einungis hafa haft í för með sér árangurs-
lausar blóðsúthellingar og eyðingu menningarverðmæta.
Menn voru þá ekki einungis hryggir og reiðir, heldur
hófst almennt hatur á Þjóðverjum landshornanna á milli.
Þetta hatur fór einkum að láta til sín taka síðustu vetrar-
mánuðina 1941 og færðist sí og æ í aukana.
Það er eigi rétt, sem sumir hafa sagt, að styrjöldin milli
Þýzkalands og Rússlands hafi snúið hugum manna til
Þjóðverja. Þýzki áróðurinn var áhrifalaus. Almenningur
hefur áreiðanlega ekki snúizt til samúðar með Þjóðverjum
hans vegna. Fólki sárnaði afstaða Finnlands, en bar í
bætifláka fyrir Finna með því, að þeim væri att fram
með ógnunum. Hinsvegar vonuðu menn, að Finnar færu
ekki lengra en að sínum gömlu landamærum.
Brátt kom að því, að unnin voru opinberlega ýms
skemmdarverk. En meginmótspyrnan var þess háttar,
sem kalla mætti ,,lýtalausa“, hún var þannig, að Þjóð-