Skírnir - 01.01.1942, Page 35
Skírnir
Danmörk eftir 9. apríl 1940
33
eina, heldur fyrir Dani líka, og við verðum þess vegna að
fá að vita, að hve miklu leyti þessi loforð verða haldin, eða
að hve miklu leyti sjónarmið nazistablaðanna kunna að
vera rétt.
Við komumst því aðeins hjá hatri, að Þjóðverjar sýni
okkur órækar sannanir fyrir því, að þeir hafi ekki í
hyggju árásir á dönsku þjóðina.
Grundtvig átti á engan hátt sökótt við Þjóðverja, að því
tilskildu, að þeir játuðu það, að danskur þjóðernisandi
væri ekki háður keisarans Þýzkalandi. Þessi orð eru jafn
sönn í dag og þau voru fyrir hundrað árum. Þjóðarand-
inn er sú lifandi orka, sem skapað hefir sögu okkar og
lifir í móðurmáli okkar. Við þann anda er tengd rík rétt-
lætistilfinning og frelsisást, sem frá því í árdaga hefir
verið grundvöllur þjóðlegs norræns lífs“.
I nazistablaðinu „Fædrelandet“ birtist skömmu seinna
svar við grein Hal Kochs:
„Við viðurkennum, að þér eruð einn af leiðtogum „Dansk
Ungdomssamvirke“ og að samsteypustjórnin styður yður
og dregur því á langinn eðlilegan dauða félagskerfisins.
Hinir mörgu hálfopinberu fundir yðar sýna það, að starf-
semi yðar er viðurkennd og studd af stjórninni“.
Seinna í greininni er Hal Koch borinn á brýn undirróð-
ur, með því að krefjast þess að Þjóðverjar haldi loforð
sín, þó að Koch sjálfur æsi upp fólkið og láti sér fátt um
Þjóðverja finnast. „Fædrelandet“ fullyrðir, að dönsku naz-
istarnir reyni að halda hlutlausu jafnvægi milli Dana og
Þjóðverja. Það nefnir tölu um fjölda Gyðinga í opinberri
þjónustu og í einkafyrirtækjum o. s. frv.
Að lokum segir blaðið: „Ríkisstjórnin má ekki þola
áframhaldandi æsingar gegn Þjóðverjum. Ekki má held-
ur þola útlent fólk af framandi kynstofni, þegar það vek-
ur í stjórnmálum ímugust gegn dönsku samsteypustjórn-
inni“.
3