Skírnir - 01.01.1942, Page 48
Björn Þórðarson
Brezka þjóðasamfélagið
Allt fram að heimsstyrjöldinni fyrri mátti segja, að
hugtakið Bretaveldi væri einfalt og skiljanlegt. Æðsta
stjórn brezka heimsveldisins var þá hin sama og stjórn
hins Sameinaða brezka konungsríkis, þ. e. Englands og
Wales, Skotlands og frlands. Þetta var svo að forminu til
einnig gagnvart sjálfstjórnarnýlendunum (Dominions).
En síðustu áratugina hefir sú breyting orðið á afstöðu
þeirra og meginhluta írlands til Stóra-Bretlands, að það
getur verið álitamál, hvað felst í hugtakinu Bretaveldi eða
jafnvel brezka heimsveldið. Þess í stað verður nú að nota
í ýmsum samböndum brezka þjóðasamfélagið eða brezka
samveldið, en það þýðir, að undir brezku krúnunni eru
fleiri fullvalda aðilar en hið Sameinaða konungsríki. Það
má með sanni orða það svo, að þróunin innan brezka heims-
veldisins var komin á það stig, þegar núverandi heims-
styrjöld hófst, að höfuðaðili innan brezka samveldisins
var Stóra-Bretland, og að það með öllum þeim löndum og
þjóðum, sem stjórnarfarslega eru undir það gefin, má
kalla Bretaveldi í þrengri merkingu. Brezka þingið er þar
æðsti löggjafi ásamt krúnunni, og brezki forsætisráðherr-
ann og ráðuneytið, sem valið er að vilja meiri hluta neðri
málstofunnar, hefir þar æðstu völd.
Þótt Bretaveldi í áður nefndri þrengri merkingu sé óvé-
fengjanlega ein ríkisheild, þá eru þó tengsl og afstaða
hinna ýmsu þjóða og landa veldisins til Stóra-Bretlands
sjálfs mjög mismunandi, og skulu nefnd nokkur dæmi þess.
Skal hér fyrst minnzt á elzta og yngsta tilbrigðið af þessu