Skírnir - 01.01.1942, Síða 79
Skírnir
Einstaklingseðlið og visindin
77
höfðu greitt fleiri. Vér getum ekki hér reynt að greina
sundur þættina í þessum skoðanamun. Orð eins og frjáls-
lyndur og afturhaldssamur benda á áhrif meðfæddrar
hneigðar og líka á aðstæður, svo sem ellimörk. Ef vér
minnumst tilrauna vorra um bragð og lykt, þá verðum
vér að játa, að dómar drykkjumanna um bjórbragð og
dómar hæstaréttardómara um lagamálefni hljóta að verða
mismunandi, af því að menn eru bæði fæddir ólíkir og
umhverfið hefir gert þá það.
Mun á háttum í list, tónverkum og bókmenntum má
líka rekja til áhrifa ættgengis og umhverfis. Sjálfur hefi
eg haft gaman af að athuga, hvernig tré hafa verið notuð
í myndlist. Mismunandi stíll í meðferðinni er auðsær, en
iistamenn eru ólíkir að því, hvaða áhrif trén hafa á þá.
Sumir beina athyglinni að einstökum trjám, aðrir að trjám
í hóp. Sumir vilja hafa trén í framsýn, aðrir í baksýn eða
miðja vega. Munur er líka á því, hvaða tré listamenn hafa
mestar mætur á.
Vér höfum nefnt dæmi um mun á jurtum og á dýrum
og sýnt, að engir tveir einstaklingar eru alveg eins, og
vér höfum talið samverkan ættgengis og umhverfis valda
þessum mismun. Vér höfum sýnt, að ættgengi og umhverfi
ráða líka þeim mun, sem er á mönnum, ekki aðeins á
líkamsgerð þeirra og skynjun, heldur og á skoðunum
þeirra og dómum. Þessir tveir þættir hafa áhrif á hverja
hugsun vora og athöfn. Mennirnir hafa notað þekkingu
sína á ættgengi og umhverfi til þess að móta jurtir og
dýr eftir því, sem haganlegast var fyrir þá. Er unnt að
fara eins með manninn? Já, að sumu leyti, en leiðin er
ekki eins ljós. Eg þekki enga gilda sönnun þess, að mað-
urinn nú á tímum sé betra dýr, líkamlega eða andlega, en
hann var þegar saga hófst. Þar sem líkamsþróun manns-
ins þessi fimm þúsund ár og lengur virðist hafa staðið í
stað og mörgum virðist nú að hún gangi í öfuga átt, þá
hefir umhverfi mannsins greinilega breytzt, jafnvel á æfi-
skeiði sjálfra vor. Þó að vísvitandi stjórn á ættgengi
manna sé markmið, er menn þrá, þá verður hún, er bezt