Skírnir - 01.01.1942, Page 80
78
F. A. Blakeslee
Skírnir
lætur, seinvirk, jafnvel þótt þekking vor á ættgengi væri
starfinu vaxin. Breyting á umhverfi manna er vænlegri
til þess að breyta einstaklingunum fljótt til batnaðar, og
í þeirri viðleitni er fjarri því að vér höfum náð því marki,
er árangurinn verður minni og minni.
En þekkingin á einstaklingseðlinu og tiltölulegum áhrif-
um ættgengis og umhverfis á persónuleikann verður að
taka vandlega til greina í allri skynsamlegri baráttu fyrir
mannfélagsumbótum. Slík þekking hefir mátt til að ger-
breyta hugsjónum vorum og aðferðum, þegar ræða er um
réttlæti í félagsmálum og trúmálum, um mannúð og upp-
eldi, löggjöf og stjórnarskipun. Uppeldisaðferðir t. d.
hafa verið harðlega víttar fyrir það, að eitt er látið ganga
yfir alla og ekki tekið nægilegt tillit til þeirra einstakl-
inga, er skara fram úr. Líkar aðfinnslur koma frá hinum
svonefndu ströngu vísindum, stærðfræði, eðlisfræði og
efnafræði, gagnvart hinum erfiðu líffræðilegu vísindum,
sem ekki eru eins strangvísindaleg, jurtafræði og dýra-
fræði, og sumir vilja jafnvel ekki kalla hinar erfiðu rann-
sóknir á félagslífi manna vísindi. Árum saman hafa skóla-
menn verið að glíma við það viðfangsefni, hvernig bezt
yrði tekinn til greina sá munur, sem menn sjá betur og
betur að er á andlegum hæfileikum manna, en sá munur
er, líkt og vér sáum á rannsóknunum um bragðið, tvenns
konar: annars vegar munur á gáfumönnum og miðlungs-
mönnum, og hins vegar munur á sérgáfum, svo sem kem-
ur fram í stærðfræði, náttúruvísindum, listum og bók-
menntum.
Eg skrifaði nýlega þeim sextán fyrrum forsetum félags
vors, er enn lifa, og spurði þá, hvort þeir gætu fullnægt
innlögðum skilyrðum fyrir kennarastöðu í æðri skólum
New York ríkis. Engum þessara fyrrverandi forseta Hins
ameríska félags til eflingar vísindanna mundi verða leyfð
vísindakennsla í æðri skóla í New York án frekari undir-
búnings, því að enginn þeirra hafði fengið þá fræðslu,
sem krafist var, meðal annars í sálarfræði, sögu, heim-
speki, meginatriðum og iðkun uppeldisfræðinnar. Einn