Skírnir - 01.01.1942, Page 97
Skírnir
Njáls saga
95
ar. Þetta er ekki af neinni sundurgerð mælt. Athugunin
er auk heldur ekki næsta frumleg. Dr. Guðbrandur Vig-
fússon notaði fyrstur manna, svo að eg hafi veitt eftir-
tekt, orðið trilogy um Njáls sögu, og hafði hann þá að vísu
í huga gang atburðanna í sögunni. Þá þrískiptingu mætti
reyndar meta til hendingar: Efninu var nú einu sinni
þannig varið. Látum svo vera. En hitt er þá engin hend-
ing, að sé efni Njáls sögu rakið sundur lið fyrir lið, atriði
fyrir atriði, kemur í ljós föst og fullkomlega samræm að-
ferð, sem höfundur hvikar hvergi frá. Svo þaulhugsað er
áform þetta og framsetningin hnitmiðuð, að ósjálfrátt
minnir á hina fast mótuðu gerð leikritsins. Hér er ekki
unnt að sýna þetta til hlítar, enda getur hver sem vill
gengið úr skugga um það af eigin athugun. En þó skal
hér sett stutt yfirlit um skipting sögunnar í kafla eftir
efni, er sýnir gerð hennar í höfuðdráttum. Söguna má
greina þannig:
NJÁLS SAGA — TRILOGY MEÐ FORLEIK
A. Forleikurinn..........................kap. 1—27
Mörður, Unnur, Gunnar, Hrútur, Njáll,
Hallgerður — dramatis personæ
B. 7. kafli: Gunnar og Njáll............... — 28—81
1. Utanför Gunnars...................... — 28—32
2. Kvonfang Gunnars og málaferli; ráð
Njáls. Víg Gunnars. Hefndir ......... — 33—81
C. II. Icafli: Njáll og synir hans......... — 82—132'
1. Utanför Þráins og Njálssona ......... — 82—90
2. Deilan við Þráin, víg Þráins, sættir — 91—94
3. Kristniboð. Rógur Marðar, víg Hösk-
uldar. Eftirmál. Brennan............. — 97—132
D. III. kafli: Kári og hefnd hans........ — 133—159
1. Draumur Flosa ..................... — 133
2. Liðssöfnun. Brennumálin á þingi ... — 134—146
3. Hefnd Kára. Sættir, sögulok ....... — 147—159