Skírnir - 01.01.1942, Síða 134
132
Ólafur Lárusson
Skírnir
vel að hann sé óbundinn enn. En ein sögnin er sú, að bisk-
up hafi gengið berfættur alla leið frá Hólum og austur á
Hérað, er hann fór að binda orminn.101)
Að endingu vil ég svo nefna tvær sögur til viðbótar.
Bærinn Syðra-Lón á Langanesi stóð áður þar sem heita
Fossárvellir. Tröll bjó í fossinum í Fossá og nam það á
brott bóndadóttur frá Fossárvöllum. Faðir hennar flutti
þá bæinn að Syðra-Lóni og hét á Guðmund biskup góða til
verndar gegn tröllinu og heilla hinum nýja bústað, og
nefndi bæinn Guðmundarlón. Varð síðan eigi mein að
tröllinu.102) Saga þessi er sérstæð að því leyti, að hér er
um áheit á biskup að ræða, að því er virðist eftir hans
dag. Syðra-Lón hét Guðmundarlón á 14. og fram á 16.
öld.103)
í hinni sögunni er biskup látinn hætta við vígsluna og
þá fyrirætlun sína, að hrekja dularvættina úr bústað
þeirra. í sömu ferðinni og hann batt orminn í Lagarfljóti,
gisti Guðmundur biskup á Hólmum í Reyðarfirði. Skrúðs-
bóndinn hafði þá numið brott dóttur prestsins á Hólmum,
og bað prestur biskup að vígja Skrúðinn. En nóttina áður
en vígslan skyldi fara fram dreymdi biskup, að maður
kom til hans, mikill vexti og skrautbúinn, og mælti: „Farðu
ekki að vígja Skrúðinn, því ég hefi mikið að flytja og á
erfitt með flutninga, enda muntu ekki fleiri ferðir fara,
farir þú til byggða minna að gera mér mein“. Hætti þá
biskup við vígsluna.104) Hér kemur fyrir það einstæða
atriði, að svo virðist sem biskup láti undan hótunum, svo
fjarlægt sem það sýnist hafa verið skapferli hans. Má og
skýra það á annan veg, að hann hætti við vígsluna. í þjóð-
trúnni var Skrúðsbóndinn frekar talinn vera hollvættur
en illvættur, þrátt fyrir brottnám prestsdótturinnar. Bisk-
up hefir sannfærzt um þetta og því látið hann njóta friðar.
Sögur þessar sýna, hversu mikla og máttuga bjargvætt
alþýðan hefir talið Guðmund biskup hafa verið gegn illum
vættum. En í sögunum um bjargvígslur hans kemur það
einnig fram, að minningin um mildi hans og góðfýsi hefir
lifað með þjóðinni fram á síðari aldir. Bjargbúarnir í