Skírnir - 01.01.1942, Page 142
Einar Ól. Sveinsson
Islenzk sálmaþýðing frá 13. öld
Heilags anda vísur
I.
í skinnbókarbrotinu AM 757 A, 4to, sem talið er frá því
um 1400, eru kaflar úr Snorra-Eddu, málfræðisritgerð
Ólafs hvítaskálds og nokkur helgikvæði, og er þar á meðal
eitt þrot, sem Sveinbjörn Egilsson kallaði Heilags anda
vísur. Sýnilega hefur þetta þó verið drápa, því að af stefi
er varðveitt fyrsta vísuorð: „Greindr skínn orð ok andi“.
Ekki virðist kvæðið vera til í öðru fornu handriti en
þessu, og verður því að sætta sig við texta þess eftir beztu
getu. Annars er handritið mjög torlesið, og er varla fyrir
að synja, að skarpir handritarýnendur gætu leiðrétt eitt-
hvað, eins og Jón Helgason hefur gert við texta Harm-
sólar, sem líka er í þessu handriti.
Heilags anda vísur hafa verið gefnar út þrisvar sinn-
um. f fyrsta sinn 1844 í Boðsriti Bessastaðaskóla af Svein-
birni Egilssyni, en hann studdist við uppskrift Jóns Sig-
urðssonar. f annað sinn af Hugo Rydberg (Die geistlichen
drápur, Kh. 1907), og í þriðja skipti af Finni Jónssyni í
Den norsk-islandske Skjaldedigtning.
Yfirleitt hefur þetta kvæði ekki verið í miklum háveg-
um haft. Hvorki Finnur Jónsson né Fredrik Paasche hafa
veitt því neitt sérstaka athygli. Aftur hefur Guðmundur
Finnbogason fjallað um það í þókinni íslendingar og túlk-
að anda þess og borið á það mikið lof — og hygg ég það
ekki annað en maklegt. Hann kveður svo að orði, að í
Harmsól og Heilags anda vísum komi samband manns-
sálarinnar við guð „betur og fagurlegar fram en í öllum
öðrum helgikvæðum vorum í kaþólskum sið“.