Skírnir - 01.01.1942, Page 143
Skírnir
íslenzk sálmaþýðing frá 13. öld
141
II.
Það mun hafa verið haustið 1933, að ég las þetta kvæði
frá upphafi til enda í fyrsta sinn. Sá lestur var dálítið
einkennilegur. Þegar á leið kvæðið, var sem ég kannaðist
óljóst og gegnum hulu við eitthvað, sem ég hafði áður
lesið. Ég leit yfir kvæðið aftur og nam staðar við upphafs-
orð 11. v.: ,,Kom nú hreinskapaðr himna hlutvandr föður
andi“, og þegar allar umbúðir voru teknar burt, varð
kjarninn: Kom skapari (helgur) andi, eða á kirkjumáli
þess tíma Veni creator spiritus! Ég fekk mér þessu næst
Breviarium Romanum og fletti upp hinum dýrðlega hvíta-
sunnulofsöng, sem hefst á þessum orðum. Og mér gaf á
að líta. Það voru ekki aðeins upphafsorðin, sem sýndu
þessa samsvörun, heldur vísuorð eftir vísuorð, erindi eftir
erindi . . .
Accende lumen sensibus,
Infunde amorem cordibus,
Infirma nostri corporis
Virtute firmans perpeti.
Tendra þú Ijós í leyndum,
lundgóðr, vitum þjóðar,
böls hirtir, vek björtum,
björt, elskhuga hjörtu
hagr efl hallar fegrir
(hverr er leystr, er þér treystisk)
várn líkama veykan
vagns eilífu magni.
Veittu at vér megim réttan,
vits brunnr, fyrir þik kunna
föður í fylking saðri
friðskýrðr ok son dýrðar,
ofc kæran þik þeira,
þrifa eggjandi, beggja
anda allar stundir,
alstyrkr, með trú dýrkum.
Sálminum lýkur með lofgerðarorðum (doxologia), sem eru
breytileg í handritum og útgáfum, enda máttu slík vers
heita eins konar húsgangar, sem stundum var bætt við
einn sálminn, stundum annan. Lofgerðarversið, sem svar-
ar til 17. v. Heilags anda vísna, er ekki með þessum sálmi
í Breviarium Romanum, en finnst í mörgum handritum
og er á þessa leið:
Per te sciamus da Patrem
Noscamus atque Pilium,
Teque utriusque Spiritum
Credamus omni tempore.