Skírnir - 01.01.1942, Side 144
142
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Vegr sé feðr ok fögrum
fljótt óskmegi dróttins,
lofi huggara hygginn
hirðprúðra kyn virða;
en salkonungs sólar
sonr eingetinn hreinnar
sendi oss með anda
ört vingjafir björtum.
Lýkur þar með þeim kafla kvæðisins, sem á sér hliðstæðu
í hinum latneska lofsöng.
Af þeim dæmum, sem þegar hafa verið nefnd, er auð-
velt að ákveða afstöðu þessara tveggja texta: íslenzka
kvæðið er bersýnilega lausleg þýðing latneska sálmsins.
Vísa svarar til vísu, og verða þá til jafnaðar tvö vísuorð
dróttkvæðs háttar (12 atkvæði) um eitt vísuorð frum-
kvæðisins (8 atkvæði). Nú eru íslenzku orðin sízt lengri
en þau latnesku, og verður skáldið því að auka við til að
fylla eyðurnar; er það oftast með ýmiskonar ákvæðisorð-
um, einkum lýsingarorðum, oft vel til fundnum og í drótt-
kvæða stíl; stundum með ávarpsorðum (lundgóðr böls
hirtir, alstyrkr þrifa eggjandi), svo sem mjög var tíðkan-
legt í íslenzkum helgikvæðum og oft fer vel á; loks er á
stundum bætt við heilum setningum. Yfirleitt er kvæðið,
í þessum kafla ekki síður en annarstaðar, með ótvíræðum
brag dróttkvæðra trúarljóða, svo að menn hefur ekki
grunað, að um þýðingu væri að ræða.
III.
Öllum mönnum er það kunnugt, hve torveld hin fornu
dróttkvæði eru oft viðureignar, þau eru oft margvíslega
afbökuð í handritum, en í sjálfu sér torskilin, þó að texti
sé óbrenglaður. Hér stendur nú alveg sérstaklega á, þar
sem hægt er að benda á frumtexta, sem skáldið fer eftir.
Þessi frumtexti sker stundum úr um eldri skýringar,
stundum bendir hann á annan réttari skilning, stundum
knýr hann til leiðréttinga. Mun ég nú nefna dæmi þessa.
Margir skýrendur hafa reynt að taka orð kvæðisins
saman á þann hátt, að samfellt mál yrði úr; þeir hafa þá
Sit laus Patri cum Pilio
Sancto simul Paraclito,
Nobisque mittat Filius
Charisma sancti spiritus.