Skírnir - 01.01.1942, Page 153
Gunnar Árnason
Athugasemdir
i.
Einar Arnórsson ritar í síðasta árgangi Skírnis (1941)
langa og gagnmerkilega grein um kristnitökusöguna árið
1000.
Varpar hann þar skýru og að nokkru leyti nýju ljósi
yfir höfuðviðburðina á Alþingi því, er þá var háð. Mun
þó verða að telja vafasamt að skoðun hans sé óvéfengjan-
leg í öllum atriðum, enda má leiða hans eigin rök að því,
að slíkt sé næsta eðlilegt. í upphafi máls síns gerir hann
glögga grein fyrir heimildum elztu frásagnarmannanna
um kristnitökuna og sýnir, að þar sem þær eru að líkind-
um fyrst í letur færðar 80—250 árum eftir að atburðirnir
áttu sér stað, verði að gera ráð fyrir, að þær séu aðeins
réttar í höfuðatriðum. Því þegar svo langt er um liðið,
hefir margt skekkzt í munnlegum sögnum, og næstum
ógerlegt að gera sér alsanna mynd hinna upprunalegu
viðburða. Er þetta mála sannast, og á því enn betur við
um hugmyndir okkar, sem nú lifum, um kristnitökuna. Nú
er senn liðin hálf 10. öld frá því hún gerðist, og stöndum
við ólíkt verr að vígi að sanna atburðina en Ari fróði, sem
jafnvel hafði sagnir af mönnum, er sjálfir gátu munað
árið 1000 að einhverju leyti, svo sem var um Hall Þórar-
insson. En einkum studdist Ari við sögn Teits Isleifsson-
ar, sem hlaut að vita nákvæmlega um þessa viðburði, eins
og skýrt var frá þeim af kristnum mönnum. Því að faðir
Teits var fyrsti íslenzki biskupinn, en afi Teits aðalhvata-
maður kristninnar árið 1000.
Virðist Einar Arnórsson því full tortrygginn í garð
Ara, enda þótt mér komi ekki til hugar að véfengja það,