Skírnir - 01.01.1942, Qupperneq 161
Skírnir
Veturmenni
159
snerlum og láta ljósvörpur bera birtu fram á veginn, þeg-
ar þeir eru á ferð, og í þessari sjálfdýrð sinni verða þeir
lítið varir við náttúruvald vetrarins. Þeir hafa valdið og
hlæja að höfuðskepnunum, sem eru orðnar að kynjum og
kerlingasögum, síðan þeir hrófluðu svo miklu upp milli
sín og þeirra. Þó segja borgarbúar: Það er vetur! — eins
og sveitafólkið; því að þeir geta oftast af ýmsum merkj-
um ráðið, að svo er. Þeir hafa vald yfir myrkrinu, vita
naumast, að það er til, en þeir taka eftir því, að þeir verða
að snúa snerlum sínum fyrr en áður. Þeir hafa vald yfir
kuldanum, fæddir og uppaldir innan um hitatæki, er sjald-
an brugðust þeim síðar; en stundum kann af ógáti hitinn
í svefnherbergi að falla niður í fjórtán stiga frost, svo að
þeir fái grun um gamaldags nábýli við veturinn. Stoðir
menningarinnar í loðkápu geta stundum á morgungöngu
sinni rekizt á nýjan snjó, sem tekur jafnvel upp fyrir
skóhlífarnar — eða gamlan snjó, frá í gær, sem ekki er
kominnn sandur á; þá verða þeir forviða, steypa stömpum
og þykjast hafa komizt í kast við ótaminn ofsa náttúr-
unnar. Konur leggja niður silkiplögg sín og grípa þung-
búnar önnur, broti úr millimetra þykkari, gramar af því
að verða nú ef til vill ekki eins öklaprúðar og öllu því, sem
af því kann að leiða, og af því, hvernig ullarhárin stinga
siklivant hörundið; á slíkum stundum kann þeim í hjart-
ans einlægni að finnast þær vera fórnarlömb og píslar-
vottar grimmra náttúruafla. Stundum kann það líka að
koma fyrir, að heilar, veglegar borgir vakni til meðvitund-
ar um návist forneskjuafla á hneykslanlegan og hrotta-
lega úreltan hátt, að því er virðist. Járnbrautarlestir koma
ekki, ferðaáætlanir rjúfast, morgunverðarmjólkin kemur
ef til vill ekki, öll heimsmyndin umhverfist; því að ein-
hversstaðar hefir veturinn í ógáti hóstað eftir sporunum,
sem stundvísu lestirnar renna á, eða skirpt í hugvitsam-
legasta stilliverk áhyggjufullra tímatöflumanna.
En þetta er þó ekki annað en afleidd mynd af þeim sér-
kennum árstíðarinnar, er að mönnunum snúa. Þeirra gætir
meira í heimi sveitamannsins, þar sem veturinn felur