Skírnir - 01.01.1942, Qupperneq 168
166
Frans G. Bengtsson
Skírnir
að kæra. Aðra leið sér það ekki, því að sjálft kann það
ekki að fara með tæki sín og öll önnur lífsþægindi, er það
hefir hlaðið kring um sig. Ef til vill verður þessi neyðar-
aðstaða smám saman til þess, að það glatar hæfileikanum
til að verða glaður eða hryggur, ánægður eða örvinglaður,
gamansamur eða alvarlegur, og eftir verður eins konar
æpandi ömurlyndi við allt og alla. Hringurinn lokast;
hjólið hefir farið fullan hring, eins og Shakespeare segir,
barnið, æpandi í vöggu sinni og hitaveitumennið, æpandi
í menningarástandi sínu, verður allt eitt.
Veturmennið hefir hins vegar í því, sem mestu skiptir,
verið húsvörður sjálfs sín; þar er enginn að senda kærur
til, og þá ekki heldur neitt að kæra. Ef eitthvað er í ólagi,
má maður sjálfum sér um kenna, segir veturmennið;
reyndar gengur flest í ólestri, hvernig sem að er farið, og
þess vegna þarf ekki að gera sér neina sérstaka rellu út
af því. Lífið er svona; og þegar eitthvað heppnast eitt-
hvert skiptið, þá er líka ástæða til að gleðjast; glaður má
maður og vera af öllu fögru og góðu, sem til er á heimilinu,
því að í miðjum vetrarheiminum þarf ekki mikið ímynd-
unarafl til að meta allt slíkt að verðleikum.
Þetta kann að láta allvel í eyrum, hugsar ef til vill hita-
veitumennið, en satt er það alls ekki. Geta ekki bændur
orðið geðstirðir? Ráku þeir ekki oft fyrrum konunga af
ríkinu? Er ekki mikill hluti sögu vorrar um þverúð
óánægðra bænda? Skutu þeir ekki oftsinnis lénsmenn og
fógeta, og er ekki hugurinn til þess allt af í þeim? Þessi
andmæli kunna að virðast góð og gild, en eru í rauninni
sprottin af misskilningi. Slík óánægja er ekki óánægja
með verulega mikilvæga hluti, sem eru það, sem þeir eru.
Að steypa konungi af stóli, að stofna til uppreisnar, eða
liggja úti með lásboga til að pikka í sýslumann konungs,
— öllu slíku svipaði helzt til helgidagaskemmtana, við-
fangsefna, sem hægt var að taka upp sér til gamans, þegar
ekki var annað mikilvægara að vinna; og ýmislegt smá-
vegis mátti eflaust færa í lag með þessum hætti. En það
hafði engin áhrif á lögmálið um djöfuleðli alls: ekki á