Skírnir - 01.01.1942, Page 178
Geir Gígja
Skaðsemi skordýranna
Inngangur.
Við finnum bezt, að vorið er komið, þegar grösin gróa,
fuglarnir kvaka og flugurnar suða.
Hressast finn ég hugann,
hýrna tekur bráin,
þegar fiskiflugan
fer að guða á skjáinn,
kvað Páll Ólafsson.
Að undanteknum húsdýrunum eru engin dýr, sem hafa
eins mikil áhrif á líf mannsins og skordýrin. Margs konar
iðnaður hefur verið starfræktur úr efnum úr ríki skordýr-
anna. Mörg þeirra bera með sér sjúkdóma. Flærnar bera
með sér svartadauða, lýsnar útbrotataugaveiki, mýflug-
urnar köldusóttina (malaríu), tsetseflugurnar svefnsýk-
ina, og svona mætti lengi telja. Skordýrin hafa aftrað
mönnum frá að leggja undir sig löndin, bannað þeim
vissar skipaleiðir og haft áhrif á gang styrjaldanna.
Skordýrin eru langstærsti dýraflokkurinn. Talið er, að
hér um bil 70% af öllum dýrategundum, sem þekktar eru
á jörðunni, séu skordýr. I Svíþjóð eru fundnar um 14500
tegundir, í Danmörku um 10000 tegundir, á Grænlandi um
440 tegundir og hér á landi 744 skordýrategundir. Sin-
angrun landsins og hin kalda og hráslagalega veðrátta
veldur því, að skordýralíf íslands er svo miklu fábreyttara
en skordýralíf Danmerkur og Svíþjóðar. Island hefur lengi
verið langt frá öðrum löndum, en vér vitum ekki, hvað
lengi. En það hefir vafalaust verið úthafseyja síðan á ís-
öld. Það hefur því verið miklum erfiðleikum bundið fyrir
dýrin að nema landið. Sum skordýr hafa vafalaust bor-