Skírnir - 01.01.1942, Page 185
Skírnir
Skaðsemi skordýranna
183
hafa margir bæði fyrr og síðar veitt þessu banki veggja-
títlanna eftirtekt. Fyrrum var það almenn trú, að minnsta
kosti erlendis, að bank þetta boðaði feigð einhvers í hús-
inu, og má í því sambandi minna á það, að Danir kalla
veggjatítluna „Dödningeur", og fleiri þjóðir hafa gefið
henni svipuð nöfn í sambandi við þessa trú. Hér á landi
töldu sumir þetta vera draugagang. En ástæðan fyrir
þessu banki veggjatítlanna er sú, að karldýr og kvendýr
Véggjatítlur með lirfu.
eru að kallast á til stefnumóta í ástarerindum. Og hljóðið
þýðir: Hvar ert þú? Hér er ég! En hljóðið verður til á
þann hátt, að litlu bjöllurnar slá frambolnum í veggina
í göngum þeim, sem lirfurnar grafa þvert og endilangt í
viðinn. Veggjatítlurnar hafa þann sið, sem og ýmsar aðr-
ar bjöllur, þegar þær verða hræddar, að draga að sér fæt-
ur og fálmara, liggja grafkyrrar og látast vera dauðar,
unz þær telja að hættan sé liðin hjá, en þá rísa þær snögg-
lega upp og taka til fótanna. Á vorin grafa bjöllurnar sig
út úr trénu, þar sem þær hafa alizt upp, og fljúga eða
skríða um húsið og berast þá stundum í næsta hús. Eftir
æxlunina leita kvendýrin að hentugum varpstað, sem oft
er inni í viðnum, þar sem þær hafa áður verið eða þar í
grend, en sérstaklega þar sem tré er ómálað og ekkert á það