Skírnir - 01.01.1942, Page 193
Skírnir
Skaðsemi skordýranna
191
sem veggjalýs fara um, skilja þær eftir gráa eSa svarta
saurbletti, kringlótta eða aflanga, meS totu út úr, sem
gerir þá auSþekkjanlega. I saurnum er oft mikiS af eggj-
um veggjalúsanna, og leggur af þessu hina verstu lykt.
Kvendýrin eiga 6—10 egg í einu, eSa allt aS 50 á árs-
fjórSungi. Ekki er varpiS bundiS viS sérstakan tíma á
árinu, en er mjög breytilegt eftir hita þeim og næringu,
sem dýriS á viS aS búa. Eggin eru hvít, aflöng, um 1 mm.
á lengd. Annar endinn er festur viS undirlagiS meS kítín-
kenndu efni, en á hinum endanum, sem upp snýr, er lok.
ÞaS opnast, þegar lirfan kemur úr egginu. ViS venjulegan
stofuhita, 15—20 stig, klekjast eggin út á 2—4 vikum, en
í 40 stiga hita á tæpri viku. Eggin klekjast ekki ef kalt
er, en þola þó nokkurra stiga frost um tíma.
Lirfurnar, sem úr eggjunum koma, eru líkar foreldrun-
um aS sköpulagi og fá lit þeirra smám saman. Þær skipta
fimm sinnum um ham og sjúga blóS þess á milli og geta,
ef hitinn er hæfilegur og nóg aS éta, orSiS fullvaxnar á
rúmum hálfum öSrum mánuSi. En ef hitinn eSa fæSan er
af skornum skammti, tekur vöxtur lirfunnar miklu lengri
tíma, jafnvel marga mánuSi.