Skírnir - 01.01.1942, Síða 210
208
Ritfregnir
Skírnir
Færeyja og 240 milur frá Færeyjum til íslands, þá er það næsta
ósennilegt, að þeir, sem lögðu leiðir sínar til Hjaltlands og líklega
Færeyja og höfðu ekki verri báta en nú var lýst, hafi ekki ein-
hverntima komið svo nálægt íslandi, að þeir sæi það rísa úr sjó.
Þar við má bæta því, að ísland getur sézt í hillingum úr 1—3 hundr-
uð enskra mílna fjarlægð. 17. júlí 1939 sá Robert Bartlett skip-
stjóri, er hann horfði i norðaustur frá skipi sinu, Snæfellsjökul í
335—350 mílna fjarlægð, eða allt að 240 km. fjarlægð, og virtist
honum og stýrimanni jökullinn ekki vera nema svo sem 25—30 sjó-
mílur burtu. Það er því ekki ósennilega til getið, að Island hafi
verið kunnugt Skotum og frum löngu fyrir daga Pýþeasar og þeir
hafi getað sagt honum frá þessu mikla landi norður í höfum, eða
ef til vill fylgt honum þangað.
Vilhjálmur minnir á það, að þegar Dicuilus, hinn írski munkur,
sem ritaði landafræðibók sína um 825, segir, að hann hafi fyrir
þrjátíu árum talað við munka, sem dvalið hafi í Thule frá 1. febrúar
til 1. ágúst, og lýsir sólarganginum þar svo, að ekki verður um
villzt, að það var ísland, þá gefur hann það ekki út sem neinn nýjaíi
landafund, heldur talar eins og landið væri kunnugt áður. Þykir
Vilhjálmi því líklegt, að ferðir hafi oft verið milli Bretlandseyja og
íslands á þeim tímum, og þótt ekki hafi fundizt minjar um það enn
hér á landi, svo að víst sé, þá geti það stafað af því, að bústaðir
þeirra manna, er þá dvöldu hér, séu fyrir löngu horfnir eða hafi á
landnámsöld verið teknir til notkunar og runnið saman við síð-
ari býli.
En víkjum nú að þeim orðum, sem höfð eru eftir Pýþeasi og
helzt virðast eiga við Island.
„Pýþeas segir, að Thule sé sex daga sigling í norður frá Bret-
landi“. (Strabo og Plinius.)
Um eyjuna, sem kölluð er Thule og sagt er að Pýþeas heimspek-
ingur frá Massilíu hafi komið til, er sagt, að baugurinn, sem sólin
gengui' um sumarsólstöður, sé allur ofan sjóndeildarhrings og falli
þar saman við heimskautsbauginn. (Cleomedis.)
Thule, sem Pýþeas segir að liggi sex daga siglingu norður frá
Bretlandi, er í nánd við hið frosna haf. (Plinius.)
Eftir eins dags siglingu frá Thule kemur að frosnu hafi, er sumir
kalla Cronium. (Plinius.)
Og loks segir Strabo um Pýþeas: „Bætir hann auk þess við um
Thule og þá staði, að þar sé hvorki jörð né haf né loft út af fyrir
sig, heldur sambland af þessu öllu líkt hafslunga; segir hann, að
jörð og haf og allt sveimi i þessu eins og í lausu lofti og það sé eins
og fjötur um allt; þar sé hvorki hægt að fara gangandi né á skipi.
Hann hafi sjálfur séð, að það var eins og lunga, en hitt segir hann
eftir því, sem hann hefir heyrt. Þetta er frásögn Pýþeasar".