Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Page 125
YFIR SKEIÐARÁ
121
liyíla sig. Á leiðinni varð á vegi
okkar jökulspræna móranð og
mesta forað. Glófaxi fór óðara út
í liana þar sem liann kom að kenni,
en hinir klárarnir hörfuðn frá og
við námum staðar til að horfa á
Faxa. Hann fékk óðara hroka-
sund en hafði sig fljótt út úr
“forinni” eins og Skaftfellingar
kalla liyljina í jökulánum. Og
síðan gerði hann sér ]>að til frek-
ari styrkingar að vaða að gamni
sínu og okkur til ánægju upp eftir
kvíslinni á móti straumnum. Mó-
trunturnar á hakkanum stóðu for-
viða. Það var hersýnilegt að Gló-
faxi var vatnahestur með lífi og
sál—og vildi líklega gjarnan verða
að nykri eins og þeim, sem þjóð-
sögurnar segja frá.
Á Svínafelli þáðum við hezta
heina hjá Jóni heitnum Sigurðs-
syni hónda. Hann liafði í kíki
fylgt okkar ferðalagi og öfundað
Stefán póst—því Jón var talinn
ágætis vatnamaður líkt og Stefán.
‘ ‘ Yatna tígrisdýrið ” h e f i r
Jakob skáld kallað Jökulsá á Sól-
heimasandi, en engu síður ætti
Skeiðará það nafn skilið. Báðar
eru ljótar en Jökulsá á Sólheima-
sandi er það landstyggilegri, þó
minni sé, að vatnið í henni er með
ýldulykt vegna brennisteinsvatns-
efnis—þessvegna er hún kölluð
Fúlilækur öðru nafni. Svipuð
fýla kemur í mörg önnur jökul-
vötn við jökulhlaup, og leggur þá
stundum ódauninn um allar sveit-
ir þar í grend.
Mér verður lengi minnistætt live
ægilega straumþungar voru sum-
ar kvíslarnar úr Skeiðará. Óhugs-
anlegt fanst mér að nokkur gæti
bjargað sér þar á sundi í þeim
iðuflaum, nema allra snöggvast.
Skeiðará þeytist fram á sand-
inn í mörgum kvíslum undan jök-
ulhellunni. Hún reynir að fara
sem beinast og sem styzta leið til
sjávar. Það er slíkur asi á henni
að hún má ekki vera að stansa.
Hvenær ætli hún taki sönsum og
verði ásátt um að hægja á sér og
lykkja sig í lygnum straum og^í
mörgum bugðum víðsvegar um
þann breiða sand ti.1 að frjóvga
hann með áburðar-efnum sínum
og græða hann upp ?
Við skulum vona að einhvern
tíma verði mennirnir þarna eystra
nógu margir og öflugir og vitrir,
að þeim takist að beizla og temja
tígrisdýrið og að alt verði smám-
saman að grængresi þar sem nú er
auðn og sandur.
Frjóefnin, sem í jökulaurnum
geymast verða eflaust mjög eftir
sótt til áburðar, áður en langt um
líður. Hvert jökulfljot verður
með tímanum metið á við gull-
námu.
Á seinni árum hefur hvert vatns-
fallið á fætur öðru verið brúað.
Einnig í Skaftafellssýslum. Og
bráðum verður flogið yfir láð og
lög, svo að Skeiðará má einnig
komast yfir þurrum fótum.
En jafnótt þessum framförum
hverfa vatnamenn og vatnahestar
úr sögunni. Og með fjölgandi
vegum koma fleiri og fleiri þjót-
andi og öskrandi bílar og útrýma
okkar ágætu hestum meir og meir.