Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1927, Page 126
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Eg sé eftir Stefáni póst og Gló- Mikið af því ern afturfarir. Og
faxa og öllum þeirra líkum, livað elzt upp “kveifarskapar lioruð
sem öllu flugi framfaranna líður. öld.”
TIL FJALLKONUNNAR.
V
Flutt á Islendingadegi í Chicago 1927.
Þú fög'ur ert í nálægö; í fjarlægö miklu stærri,—
í faömi hafs sem draumsýn, — og miklu hjartakærri.
Og börnum þínum öllum er yndi um þig aö dreyma,
því altaf verður hjartanu sælust dvölin heima.
Vér hyllurn þig sem móöur og fóstru göfgra fræöa;
þín frægð oss lýsir veginn til nýrra sigurhæða.
Þin tignrik undramyndin er auðlind vorum sálum;
sem ímynd helgrar dirfsku þú rís úr sævar-álum.
Vér réttum þér í dag yfir hrannir kveöju-hendur,
og heilsum þér sem drotningu; blessum þínar strendur,
hvern bæ í hlíð og dölum, hvern bát á ægis-djúpi,
hvert blómstur smæst, sem skartar í þinum sumarhjúpi.
Richard Beck.
ÞAGNARMAL.
Hver líöandi stund er sem lifandi sál
meö ljóðandi raddir og — þagnarmál,
sem birtist í margskonar myndum:
í alheimsins dýrð, — en í anda vors þrá,
sem ónumið hnoss, sjálfum guðunum hjá
og upptökum lífsins og lindum.
Og hvort sem að lagt er um land eöa ál
það laðar og seiðir, 'það dularmál,
sem hilling í margtbrotnum mryndum
með draumþrá í huga þess hugsjónamanns,
sem ihyggur að leiðum sannleikans,
og uj>ptökum lífsins og lindum.
Því mannsandans sigurs- og sannleiks-mál
eru sí-vakin ljós-brot frá alheimsins sál,
sem lifa á tímanna tindum.
Og hvar sem hið sannasta sigri nær
þess sí-gildi rótfest um eilífð grær,
með upptökum lífsins og lindum.
Sigríður Guðmundsdóttir.