Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 9
"kall til höfðingjadóms yfir allri Jorðinni og öllu mannkyninu um
•allar aklir, skuli minnzt, á hátíðinni, sem helguð er tilkomu hans,
sem barns i hvítavoðum, hvítvoðungs. Hvílík viðurkenning mann-
lcgu eðli, þó að kannski hafi verið ósjálfráð! Dýrustu til])rif skáld-
skapar yrkja sig á stundum sjálf.
Hvítvoðungur? Er hann ekki maður með sama eðli. sörnu fram-
tíðarmáttuleika og hver annar? Hann á aðeins enn meira eftir
en þeir, sem eldri eru. Hvítvoðungur ? Enginn veit nánar, hvað
með manninum hýr á svo ungum aldri. Hann getur verið efni í
afburðamann, velgerðamann byggðarlags eða jafnvel heillar þjóð-
ar; hann getur verið efni í aðdáanlegan drengskaparmann; efni
i helgan mann, er lífgi allt i kringum sig hinn falda neista eilífs
lifs, veki trú og kærleik náunga sinna --einkum, ef hann nýt-
ur ástriks og nákvæms uppeldis. Hver, sem um það hugsar, hlýt-
ur ósjálfrátt að lúta höfði fyrir hvítvoðungnum, sem á vegi hans
verður. Ábyrgðin er mikil, þeirra, sem komnir eru til vits og ára,
gagnvart hinu óráðna mannsefni. Enginn veit, hvað fyrir hvítvoð-
ungnum liggur. I honum sjálfum geta leynzt veilur, likamlegar og
sálarlegar, er stefna að því að ofurselja hann og jafnvel náunga
hans óhamingjunni. Hver skyldi ekki finna til uggblandinnar lotn-
ingar gagnvart hvítvoðung? Skyldu foreldrarnir ekki lita á hann
sem brothættan dýrgrip af æðstu tegund — líta á það sem ósegj-
nnlegt trúnaðarstarf i þágu allífsins, afdrifaríkt námsskeið og próf
i skóla lífsins, að vera trúað fyrir foreldrahlutverki; vera trúað
fyrir uppeldi nýs manns í heimi, sem þrátt fyrir allt á að batna?
Það eru óumræðilega djúp og fögur tákn, fagnaðarrík og víð-
tæk þakkarefni í þvi, að tilkomu Jesú Krists til Jarðarinnar er
rétt og trútt minnzt með því að helga hvítvoðungnum. barninu, há-
tíðina til minningar um hana.
GLEÐILEG JÓL!