Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 95
ferð. Tronjolly gat ekki að sér
gert að líta aðdáunaraugum til
sessunautar síns. Samt gerði
hann í flýti nokkuð ábyggilegt
yfirlit yfir verðgildi hans ytra
manns — af rótgrónum vana.
Þarna var knipplingahattur;
flöskugrænn klæðisfrakki,
bryddur loðskinni, sem hefðar-
maðurinn sveipaði sinn langa
og lögulega skrokk í gagnvart
svölu og tæru haustloftinu; háu
svörtu lméstígvélin, úr völdu
leðri; gimsteinninn, senr glitraði
í mjallhvítu hálslíninu; undra-
verðir kniplingar, sem lögðust
fram á hanr.kaklædda hendina;
grannlegt sverðið, búið silfri
og perlumóður. Útkoman vakti
verulega virðingu með Tron-
jolly, og hafði hann þó ekki
taiið með hinn drembilega þjón,
sem sat hjá vöxtulegunr far-
angri ferðamannsins.
Þetta voru andstæður: Tron-
jolly, sem alinn hafði verið upp
til að safna fé, og Saint André,
sem hafði verið alinn upp til að
sóa því; Tronjolly, sem hafði
ekki hugmynd um, að lífið væri
til að leika sér að því, og Saint
André, sem ekki hafði heyrt
annars getið. Þó að þeir væri á
svipuðum aldri'og svipaðir að
hæð og hreint ekki ólíkir i and-
litsfalli, þá líktust þeir ekki
nieir hvor öðrum en gæðingur
°g kerruklár. Saint André not-
aði ekki hárkollu, en hafði vaf-
vandlega hirt hár sitt í fast-
reyrðan skúf með löngum,
JÖRÐ
svörtum silkiborða. Tronjolly
reyndi að dubba upp á sig með
heljarstórri hárkollu.
Saint André svaraði nú uppi
skoðun þeirri, sem hann var
undirorpinn, með því að líta
snöggt til félaga síns og spurði
jafnframt í jöfnum, viðfelldn-
um róm: „Ætlið þér langt að
ferðast, herra minn?“
Tronjolly varð bilt við, roðn-
aði og stamaði, og svaraði því,
að hann væri á leið til Parísar-
borgar.
Það birti yfir ásjónu M. de
Saint André og mátti skilja það
svo, að það þætti honum á-
nægjuleg tilhugsun.
„Úr því svo er“, sagði hann,
„verðum við ferðafélagar alla
leiðina.“
Tronjolly tók þessu þegjandi,
en datt í hug eftir á, að hann
ætti auðvitað lika að tjá til-
hlökkun sina, og gerði það þá.
„Þér — — þekkið þér París-
arborg?" hélt hann áfram.
„Þekki hana?!“ Fallegu
augabrúnirnar á Saint André
hófust dálítið upp. Þá hló hann.
,,Ég var stúdent við Sorbonne
í þrjú ár og Sorbonnestúdent
skyldi ekki kynnast París, vin-
ur minn ? ... . “
Hann ypti öxlum og hló aft-
ur við.
AÞANN hátt byrjaði kunn-
ingsskapur, sem þróaðist
óðum þá sex tilbreytingarlausu
daga, sem ferðin stóð.
397