Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 104
honum þetta æriö umhugsun-
arefni og fékk hann ekki var-
izt þeirri spurningu, hvernig
Tronjolly myndi hafa spjarað
sig í þessum sporum, og komst
aö þeirri niðurstööu, að hann
væri heppnismaður, að vera
kominn svo brotalítið í gröfina.
Ekki leið þó á löngu áður en
vínið hlypi undir bagga með
náttúrlegu léttlyndi hans og
gerðist hann fyr en varði hrók-
ur alls fagnaðar. Því meir sem
hann talaði og því tíðar sem
glampaði á fyndni hans og and-
ríki, því fýlulegri varð Stoffel
og óhýrlegri augnagotur hans.
Genevieve hlustaði, og jókst
undrun hennar og áhugi æ
meir. Saint, André var að verða
hinn ánægðasti með sjálfum
sér, en samt fannst honum orð-
ið mál að hætta þessum leik.
Er Saint André nú varð þess
var, að borðnautar hans gerð-
ust sljóir nokkuð af neyzlu
hinna ágætu veitinga, hafði
hann orð á því, að sig langaði
til að skreppa út í garð og viðra
sig svolítið. Coupri l)auðst til
að koma með honum, en Saint
André lézt þurfa dálítillar ein-
veru við, áður en fógetinn kæmi
til að ganga frá samningunum.
Hann var ekki kominn langt
út í garð, þegar hann varð þess
var, að honum var veitt eftir-
för. Hann leit um öxl og bölv-
aði í hljóði, er hann sá glitta i
rauðstakk og greikkaði nú
sporið í áttina til hliðsins, sem
406
var á veggnum til götunnar og
öryggisins. En hliðið reyndist
harðlæst og lykilslaust. Hlóts-
yrðið strandaði á vörum hans,
er hann sneri sér viö og stóð
augliti til auglitis við Stoffel
másandi.
„Eruð þér að gleyma, að þér
höfðuð ráðið yður til móts?“
spurði Stoffel með nístandi
glotti.
„Ég var einmitt að hugsa til
þess,“ svaraði Saint André.
„Þetta mátti ég vita; ég ætti
að þekkja bleyður af yðar
tagi.“
Saint André gat varla varist
brosi og var þó tekið að síga
í hann.
„Af því stafar auðvitað hug-
rekki yðar,“ sagði hann.
„Af hverju?“
„Ég skal skýra það nánar.
Þér eruð maður alvanur vopna-
burði og neytið þess, til að
smána og kúga borgaralegan
og hugdeigan meinleysingja.
sem varla þekkir egg fra
bakka.“
Stoffel reigðist sem hann
mátti og roðnaði og fölnaði a
víxh
„Ég neyði yður ekki til að
berjast, herra minn,“ sagði
hann. „Ég læt yður eftir að
hverfa, ef þér óskið þess.“
„Mig er nú hætt að langa til
þess,“ svaraði Saint André og
brá grönnu sverði sínu. „Þei
hafið gert tilraun til að hefta
för mína og verðið að taka af'
jöno