Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 81
Olafs saga Ljósvíkings
Tilraun til skýringar og mats
I.
Á ER honum lokiö, hin-
um mikla sagnabálki
Halldórs Kiljan Laxness
af hinum litla athafnamanni
Ólafi Kárasyni Ljósvíking. Það
fer ekki milli mála, aö þar
er um verk aö ræöa, sem
hvorki væri skaö- né skamm-
laust þjóð vorri aö láta sem
vind um eyru þjóta. En að því
hefir þó stefnt æ meir undan-
farin missiri, og er ýmislegt,
sem ber vott um þaö. Þjóö er
ekki unnt aö beita sína helztu
andans menn slíkum refsiað-
geröum og þvílíkum, á meðan
grunntónninn í verkum þeirra
er ósvikinn skáldskapur, án
þess að fara meira á mis, en
hún má viö. Kynslóð, er tæki
þá ábyrgö á sig, færist ekki að
„byggja upp leiöi" Sigurðar
Breiöfjörðs og Bólu-Hjálmars.
Þaö hefir nú þegar í meira
en áratug þótt hæfa kirkjulega
sinnuöum manni, að tala ekki
tim H. K. L. ööru vísi en meö
yfirlæti. Og nú á þaö auk þess
aÖ vera orðiö þjóðræknismetn-
aðarmál, aö þegja alveg við
bonum. Höfundur þessarar
greinar játar, aö hann hefir
sjálfur luieigst nokkuö til þess-
ara viðhorfa — áöur en hann
JÖRD
nú í sumar las Ólafs sögu Ljós-
víkings í fyrsta sinn. !;Þeir tala
mest um Ólaf konung, er aldrei
hafa séð hann“! Annað mál er
þaö, að gagnrýna afdráttarlaust
— reyna aö hjálpa almenningi,
til að hafa hins undursamlega
skáldskapar not, án þess aö
flækjast í þær áróöurssnörur,
sem „vefarinn mikli“ hefir talið
hlíða að nota öðrum þræöi sem
ívaf.
Halldór Kiljan Laxness ris
vel undir því, að bent sé ræki-
lega á gallana, sem eru á verk-
um hans — einnig þá, sem eru
algerlega fagurfræðilegs eðlis;
því heldur ekki á því sviði er
hann svo óskeikull, sem senni-
lega flestir, þrátt fyrir allt, í-
mynda sér. Sem betur fer munu
flestir þessir gallar ýmist til
komnir af sérvizku, dálítið mis-
brestasamri vandvirkni (og er
einkennilegt, að veröa að segja
•þaö um fágaðasta höfund ís-
lenzkrar skáldsagnagerðar) og
öörum ástæðum, sem vona má,
aö höfundurinn gæti losað sig
viö, án þess aö ganga nærri
andagift sinni og skáldköllun.
Hins vegar veröur aö játa, að
djúpur skáldskapur, sem sprott-
inn er úr eldlegum huga manns,
er ann og þjónar sannleika og
383