Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 139
Íyrir öryggi Hæstaréttar. En
meö því yröi rikisvaldiö hrifi'ð
úr höndum flokkanna og fengið
aftur í hendur þjóðinni, og
þjóðríkið þar með endurreist.
? — En hvernig á að fara að
þessu ?
: — Hugsað á þingræðis-
grundvelli væri eðlilegast aö
gera það með því, að endurreisa
Efrideild þingsins sem sjálf-
stæða ríkisdeild eða þjóðdeild,
sem aðeins væri háð þjóðar-
heildinni og með umboð frá
henni einni, en óháð Neðrideild,
og með eiðsvörnu hlutleysi
gagnvart öllum sérhagsmunum
og flokkum i landinu. Þing-
menn Efrideildar fengju þar
með jafn óháða aðstöðu og
dómarar Hæstaréttar. Þeir yrðu
að vera kosnir með óbeinum
kosningum, það er að segja af
kjörmönnum, kosnum t. d. af
sýslunefndum og bæjarstjórn-
um landsins. Flokkaíhlutun
mætti gera torveldari með því
að draga út með hlutkesti nokk-
urn hluta hinna kosnu kjör-
manna. Flokkaáhrifa myndi
annars vart gæta, nema við
fyrstu kosningu hinnar nýju
deildar, vegna þess, að hún
myndi, þegar hún væri komin á
stofn, gerbreyta eðli stjórn-
málaflokkanna. Líklega hyrfu
þeir úr sögunni í núverandi
mynd, er kjördæmaþingmenn
misstu úrslitavöld sín í löggjöf-
inni. Neðri deild yrði eins og
allt þingið er nú, málsvari sér-
JÖRÐ
hagsmunanna í landinu — ein-
staklinga, atvinnustétta og
kjördæma — og yrði m. ö. o.
einskonar málafærsludeild í
þinginu. Efri deildin yrði aftur
á móti dómsdeild löggjafar-
starfsins og málsvari heildar-
hagsins, og hefði þannig bæði
frumkvæðisrétt osr neitunar-
vald. Æðstu stjórn fram-
kvæmdavaldsins yrði Efrideild
að tilnefna, enda þótt fela
mætti Neðrideild þar einhverja
gæzlu eða íhlutun án úrslita-
valds. Þá kysi E.d. eimiig eða
(á meðan vér höfum erl. kon-
ung) benti á ríkisoddvita, sein
færi með staðfestingar- og neit-
unarvald og hefði forystu og
skipan embættismanna, er svo
auðvitað réðu sina starfsmenn
sjálfir.
Þó að ég nefni þessa tilhög-
un, er hún ekki sú eina, sem
fullnægt getur Jjjóðræðisstefn-
unni. Ég nefni hana af þvi, að
hún gerir minnst rask á því
þingræði, sem vér höfum van-
ist. Annars er því ekki að
leyna, að starfsemi þinganna er
að ýinsu leyti orðin úrelt og
þarf að gerast einfaldari sam-
kvæmt kröfum tímans. Er það
mál, sem þarf sérstakrar at-
hugunar við. Það sem fyrst og
fremst kallar að, er það að
losna við forsmán lýðræðisins,
og leiða í lög stjórnhæft réttar-
ástand.
? — Ætli mönnum finnist
ekki þjóðræðið vera spor í ó-
441