Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 147
íetti heima á Núpum í Fljóts-
hverfi; annálaöur þrek- og þol-
skrokkur. Hann var þá fenginn
til a8 leika sér viö sauðina. Þa'ð
var venja á haustin, þegar far-
ið var í langgöngur sem þessar,
hvort heldur er farið var frá
Núpsstað eða Rauðabergi
(næsti bær fyrir vestan N.; þar
bjó höf.), að lagt var af stað
kl. 3 um nóttina; þá var komið
í nyrstu sauðaleitir, ef hratt
var gengið, þegar sauðljóst var.
Guðmundur fór einn; vildi eng-
an með sér, að því er mælt var.
Guðmundur fann sauðina, þeg-
ar bjart var orðið. Þei-r voru al-
A-eg hamslausir, eins og fyrri
daginn. Elti hann þá lengi dags,
án þess að sjá neina þreytu á
þeim. Kom hann þeim niður að
vestri Hvítá, því um var að
gera, að korna þeirri yfir hana;
•ef það tækist, var það í áttina
heim og þá heldur sigurvon,
þegar sauðirnir voru komnir af
þeim stöðvum, sem þeir voru
vanir að halda sig á og þar allt-
nf sloppið að undanförnu. En í
stað þess að koma þeim yfir
ána. missti hann þá niður með
árgljúfrinu. Þá varð hann að
hlaupa á snið við þá og mæta
þeim á bergsnösinni, sem skjag-
aði lengst fram, þar sem Hvít-
arnar komu saman niðri i þessu
voðagljúfri. Guðmundur hafði
^angan og sterkan göngustaf í
úendi. Það gengu allir smalar
v,ð þá þar eystra, a. m. k. á
Éúpsstað og Rauðabergi, því
Jöbð
þar voru á leið smalanna ýms-
ar torfærur, svo sem hamrar,
ár og hálkur á vetrum. — Nú
komu sauðirnir geysandi í fas-
ið á Guðmundi. En þeir voru
ekki á því að snúa við, heldur
var að sjá, sem þeir ætluðu að
æða á hann. Honum verður það
þá fyrir að bregða stafnum
fyrir þann fremsta. Sauðurinn
stekkur á stafinn og brýtur
hann og um leið steypist hann
á höfuðið ofan í gljúfrið — og
hinir allir í halarófu á eftir!
Allar líkur eru til, að hver
skepna háfi verið dauð, er þeir
komu til botns í þessu regin-
djúpi. Eg sá einu sinni kind
hrapa í hengiflugi. Hún hafði
allt af endaskipti í loftinu. Ég
sá lfka einu sinni rnann hrapa.
Það leit öðru vísi út. Undir eins
og liann missti fótanna, varð
höfuðið á undan alla leið. —
Ekki hafðist nokkur tætla af
sauðunum átján, því engum var
fært ofan i gljúfrið nema fugl-
inum fljúgandi. „Þar fór of
góður biti í hundskjaft." Því
þetta hafa víst verið afarvænar
skepnur, eftir því að dæma, að
kindur, sem gengu á þessum
slóðum, brugðust aldrei að
vænleika.
Þegar ég fluttist austur í
Fljótshverfi, var saga þessi á
hvers manns vörum. Hún sýn-
ir, hvað féð í Núpsstaðarlandi
var á stundum óviðráðanlegt.
Enda urðu flestir þreyttir á því
til lengdar, að vera þar smal-
449