Jörð - 01.12.1940, Blaðsíða 135
auövitaö ekki ágæti kvæðisins
um hann, en má vera rétt.
Eg efast ekki um, aö þeir,
sem lesa þessa bók, muni meö
óþreyju bíða eftir meiru frá
höf., hvort sem hann vill tala
í bundnu eða óbundnu máli.
Bókfregn:
Guðbrandur Jónsson: Að utan og sunnan.
Greinar um sundurleit efni.
T5 ÓK ÞESSI barst oss um leið
D og vér vorum að skila síðustu
handritunum að heftinu i prentsmiðj-
una og höfum vér því ckki getað
kynnt oss hana vandlega. Hún er um
200 blaðsíður að stærð og prentuð
á ísafirði. Greinarnar eru níu að tölu
og getur höf. þess í formála, að stofn
þeirra flestra sé útvarpserindi, sem
hann hefir flutt. Jafnframt getur
hann þess, að bið kunni að verða á
því enn, eigi alllítil, að til hans heyr-
ist í útvarpinu, og munu nú um tvö
ár, sem hlustendur hafa orðið að fara
á mis við þá skemmtun, að heyra
til Guðbrands Jónssonar. En það er
skjótsagt, að vér teljum vafasamt, að
nokkur fyrirlesari hafi orðið jafn-
vinsæll með útvarpshlustendum og
Guðbrandur Jónsson Erindi hans eru
alþýðlega samin að efni og orðfæri,
sem jafnframt er víða snjallt og með
sérkennilegu lagi Guðltrands sjálfs,
er hefir í því efni, líkt og Laxness,
numið margt af vörum íslenzkrar al-
þýðu um málíar, en jafnframt orðið
fyrir nokkurum áhrifum af gömlum
og góðum frásagnarstil þjóðlegra
sagnaritara fyrri tíma. Stíll Guð-
brands nýtur sín þó enn betur í ræðu
en riti, því að flutningur hans fellur
svo vel, að undrum sætir, að efni
og málsframsetningu. Og er af þessu
auðskilin eftirsjá almennings.
Það mun þvi mörgum þykja eftir
atvikum hin ánægjulegasta úrbót, að
bók þessi er komin út. Ferðasögur
segir Guðbrandur hverjum manni bet-
ur, enda manna viðförlastur og fjöl-
fróðastur, og vekjast honum fjöldi
almennra hugÐarelna sitt úr hverri
áttinni við skoðun fagurra sögustaða,
en sagnfræðingurinn er oftast efst i
Guðbrandi og fellur íslendingum það
vel. Greinin um sagnfæðina virðist
ákaflega fróðleg, fyrir þá hina mörgu
landa vora, sem tilhneigingu hafa til
að kynna sér sagnfræðileg efni í tóm-
stundum sínum. Greinin um manna-
nöfn er sannarlega orð í tima talaÖ
og ætti að mega vænta, að hún yrði
tilefni til þeirrar vakningar, að í för
með sér hefði almenna umltót á sínu
sviði.
Hallyrtmur Brynjúlfsson
bóndi á Felli i Mýrdal, sem látinn
er fyrir fáum áruni, var ágætlega
greindur maður og prýðilega hag-
mæltur. Hann lá all-lengi þungt
haldinn, en tveim dögum fvrir and-
'át sitt orti hann þessa vísu:
Hjartað stirðnar, höndin dofnar,
hugsun fæðist varla nein,
tilfinningin tíðum sofnar,
talfærin eru ekki hrein;
sál frá holdi síðast klofnar
■— svona enda dauðans mein.
JÖRI)
Magnús landshöfðingi Stcphensen
hafði það til siðs, að ganga langar
göngur út úr bænum. Einhvcrju sinni
bar svo við, að bóndi austan úr sveit-
um fór þá fram hjá, þar sem lands-
höfðinginn sat á steini.
Bóndi: „Hvað heitirðu?"
„Magnús."
„Hvers son ertu?“
„Stephensen.“
„Hvað gerirðu?"
„Ég er landshöfðingi."
„Nei, nú ertu að ljúga!“
-137